53. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2025 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
https://www.youtube.com/watch?v=mMdiSgv5Kn4
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2410015 - Stóra-Hraun L215875 - Deiliskipulag
Tillaga frá 40. fundi skipulagsnefndar frá 12. febrúar sl. liður 5.
Lilja Kristín Ólafsdóttir f.h. Fangelsismálastofnun Ríkisins leggur fram deiliskipulag fyrir nýtt öryggisfangelsi á Stóra Hrauni L215875, nærri Eyrarbakka í Árborg, skv. meðfylgjandi uppdrætti og greinargerð. Stóra-Hraun er landspilda um 250 ha að stærð, sem liggur í og við gatnamót að Eyrarbakka og Stokkseyri, og upp með Eyrarbakkavegi, og er áætlað að nýta hluta landsins undir nýtt öryggisfangelsi. Bygging í fyrsta áfanga mun skapa rými fyrir vistun allt að 100 fanga, með stækkunarmöguleikum upp í 128 fanga. Í vinnslu er breyting á gildandi aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, þar sem gert er ráð fyrir um 114ha svæði undir nýtt öryggisfangelsi.
Markmið tillögunnar er:
- Að afmarka svæði fyrir nýtt öryggis fangelsi á landi Stóra Hrauns í sveitarfélaginu Árborg sem skilgreint er í aðalskipulagi undir samfélagsþjónustu.
- Að byggingar í fyrsta áfanga mun hýsa 100 fanga með stækkunarmöguleikum upp í 128 fanga.
- Að skapa vel útfærða og samhangandi mannvirkjaheild með sterkum tengingum sem tryggja hagkvæmni og öryggi í daglegum rekstri.
- Að raska landi sem minnst vegna hárrar grunnvatnstöðu og nýta það sem gæði innan svæðisins fremur en ógn
- Að tryggja vel skilgreint og aðgreint aðkomuflæði fyrir gesti, starfsfólk, fanga og aðföng.
- Að fangelsið falli vel inn í umhverfið og ásýnd fangelsisveggja minnkuð eins og kostur er með góðri vinnu í mótun lands og gróðurs í kringum fangelsið.
- Að form bygginga og girðinga brjóti niður vind þannig að gott sé að ferðast að og innan fangelsis.
- Að ný mannvirki skapi fjölbreytt og aðlaðandi útirými og stuðli jafnframt að auðveldari aðgreiningu fanga eftir þörfum.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti tillögu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. sömu laga, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna skv. 41.gr. skipulagslaga og til auglýsingar. - 2502067 - Lántökur 2025 - Selfossveitur
Eftirfarandi er lagt til:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með á fundi bæjarstjórnar að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Selfossveitna hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 225.000.000,- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki bæjarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til endurfjármögnun á afborgunum eldri lána félagsins hjá Lánasjóðnum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórn Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda félagsins til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut sinn í félaginu til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra, kt. 250481-5359, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns eftir þörfum hverju sinni. - 2502069 - Lántökur 2025 - Sveitarfélagið Árborg
Eftirfarandi er lag til:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með á fundi bæjarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 1.225.000.000,- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana eldri lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóðnum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra, kt. 250481-5359 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns eftir þörfum hverju sinni.
Fundargerðir - 2411018F - Eigna- og veitunefnd - 38
38. fundur haldinn 21. janúar. - 2501027F - Ungmennaráð - 10/2024
10. fundur haldinn 27. janúar. - 2501024F - Bæjarráð - 116
116. fundur haldinn 6. febrúar. - 2501030F - Umhverfisnefnd - 20
20. fundur haldinn 4. febrúar. - 2502006F - Bæjarráð - 117
117. fundur haldinn 13. febrúar.