54. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 5. mars 2025 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
https://www.youtube.com/watch?v=BwYdIwpsMjQ
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
Tillaga frá 118. fundu bæjarráðs frá 20. febrúar sl. liður 2. Viðauki við fjárhagsáætlun 2025. Viðauki nr. 1.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2025 vegna hækkunar á rekstrarsamningi um Selfossvöll, til að mæta hækkun rekstrarkostnaðar. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu sveitarfélagsins Árborgar er kr. 4.400.000,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru kr. 4.400.000,- og lækkar því rekstrarafgangur í A hluta áætlaður neikvæður um 513.550 þúsund krónur eftir að viðauki er samþykktur. Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er kr. 4.400.000,- og verður því rekstrarafgangur samantekins A og B hluta áætlaður jákvæður um 81.535 þúsund krónur.
Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé. - 2211216 - Yfirdráttarheimild fyrir Sveitarfélagið Árborg
Lagt er til að bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar heimili framlengingu á óbreyttri yfirdráttarheimild hjá Landsbanka Íslands á reikningum Sveitarfélagsins Árborgar að upphæð allt að kr. 400.000.000 til sveiflujöfnunar í rekstri. Heimildin gildir til 12 mánaða, frá 5. mars 2025 til og með 4. mars 2026. - 2412012 - Miðtún 17 - Deiliskipulagsbreyting
Tillaga frá 41. fundi skipulagsnefndar frá 26. febrúar, liður 2. Miðtún 17 - Deiliskipulagsbreyting.
Mál áður á dagsskrá 40. fundar skipulagsnefndar Árborgar 12.2.2025, þar sem afgreiðslu máls var frestað. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Miðtún 17 er hér með lögð fram til skipulagsnefndar. Lóðinni Miðtúni 17a er skipt upp í tvær lóðir, sem verða Miðtún 17b og 17c. Á lóðunum verður heimilt að byggja íbúðir, annað hvort einbýlishús eða parhús.
Aðkoma að lóðum frá Miðtúni verður að sunnanverðu og norðaustanverðu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingartillögu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. sömu laga, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna skv. 43. gr. skipulagslaga og til auglýsingar í samræmi við 41. gr. sömu laga. - 2312151 - Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036 - Breytingar I. á ASK 2024
Tillaga frá 41. fundi skipulagsnefndar, frá 26. febrúar sl. liður 3. Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036 - Breytingar I. á ASK 2024.
Mál áður á dagsskrá 40. fundar skipulagsnefndar Árborgar eftir auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem afgreiðslu máls var frestað. Tillagan var auglýst frá 12.12.2024 - 30.1.2025.
Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruverndarstofnun, Veðurstofu Íslands og Vegagerðinni. Engar athugasemdir bárust frá almenningi. Viðbragð við helstu atriðum ábendinga og athugasemda umsagnaraðila eru lögð fyrir skipulagsnefnd til afgreiðslu.
Helstu breytingar sem gerðar eru á gildandi aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036 eru eftirfarandi, bæði í greinargerð og á uppdráttum:
1. Miðsvæðið M3 breytist í íbúðarbyggð. Heimilt er að vera með hverfisverslun á lóðum næst hringtorgi Eyrarvegar og Suðurhóla.
2. Athafnasvæði fyrir utan á. Unnið er að deiliskipulagi athafnasvæðis AT2. Gerðar eru lítilsháttar breytingar á afmörkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis AF6 vegna þess og skógræktar- og landgræðslusvæðis SL1.
3. Verslunar- og þjónustusvæðinu VÞ8 og þeim hluta samfélagsþjónustu S5 sem nær til leikskólans Glaðheima er breytt í miðsvæði.
4. Iðnaðarsvæðinu I1 er að hluta til breytt í verslunar- og þjónustusvæði.
5. Sett er inn iðnaðarsvæði I21 og I22 fyrir borholur hitaveitu fyrir utan á. Einnig iðnaðarsvæði I23 fyrir borholur hitaveitu á suðurbakka Ölfusár.
6. Verslunar- og þjónustusvæðinu VÞ11 er breytt í athafnasvæði.
7. Íbúðarbyggðinni ÍB27 er breytt til baka í athafnasvæði (AT5), eins og var í eldra skipulagi.
8. Á hluta af opnu svæði OP1, norðan við Sunnulækjarskóla, er heimilt að útbúa aðstöðu fyrir skátana.
9. Skilmálum fyrir miðsvæðið M5 er breytt og byggingar lækkaðar.
10. Skilmálum fyrir miðsvæðið M6 er breytt og byggingar lækkaðar.
11. Sýslumannstúninu er breytt úr íbúðarbyggð í opið svæði.
12. Syðsta hluta Votmúla 1, Lóustaða 1 og Votmúla 3 er breytt úr landbúnaðarsvæði L2 í L3.
13. Sett er inn nýtt svæði fyrir samfélagsþjónustu í landi Stóra-Hrauns og minnkar landbúnaðarsvæði samsvarandi.
14. Settir eru skilmálar fyrir skuggavarp og vindvist.
15. Endurskoðuð er afmörkun svæða sem vinna á rammahluta aðalskipulags fyrir.
Skipulagsnefnd hefur sett upp í sér skjali, viðbrögð við þeim athugasemdum og ábendingum sem bárust frá umsagnaraðilum og fylgir skjalið með öðrum skipulagsgögnum vegna breytingarinnar.
Breytingartillagan hefur ekki breyst að neinu ráði eftir að hún var auglýst, og telur nefndin ekki ástæðu til að auglýsa að nýju.
Skipulagsnefnd Árborgar samþykkir fyrir sitt leyti, viðbrögð við ábendingum og athugasemdum umsagnaraðila, og samþykkir einnig tillöguna í samræmi 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og feli skipulagsfulltrúa að senda skipulagstillöguna til afgreiðslu, og jafnframt að senda umsagnaraðilum viðbrögð við athugasemdum. - 2405083 - Miðbær Selfoss - Deiliskipulagsbreyting 2024
Tillaga frá 41. fundi skipulagsnefndar, frá 26. febrúar sl. liður 7. Miðbær Selfoss - Deiliskipulagsbreyting 2024.
Mál áður á dagsskrá skipulagsnefndar 15.1.2025 þar sem samþykkt var að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en var frestað á fundi bæjarstjórnar þann 5.2.2025. Uppfærð tillaga og greinargerð vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss er hér lögð fram á ný til skipulagsnefndar.
Breytingar á uppdrætti og greinargerð útgáfu 04 eru eftirfarandi (7.1.2025):
1. Nafni og skilgreiningu á göngugötunni Garðatröð er breytt í torgarsvæðið Menningarstræti.
2. Lóðarmörkum milli Eyravegar 1 og Eyravegar 3 - 5 er breytt og við það færast fermetrar í kjallara á milli lóðanna.
3. Lóðirnar Miðstræti 1 - 27 (áður 1 - 25) og 29 - 45 (áður 25 - 37) eru stækkaðar lítillega við það að "tota" út úr Menningarstræti er færð undir lóðirnar.
4. Lóðin Kirkjuvegur 13 er sameinuð lóð sem áður var Garðatröð 5 - 11 nú Menningarstræti 7 - 25. Heimilt verður að rífa núverandi hús á Kirkjuvegi 13 og nýr byggingarreitur er sýndur þar. Kvöð er um gönguleið í gegnum lóðina en mörk göngustígs eru nú óbundin.
5. Lóðin Menningarstræti 1 - 5, áður 1 - 3 er stækkuð lítillega til vesturs.
6. Gerð er krafa um a.m.k. 14 bílastæði í kjallara Miðstrætis 2 - 8, en á móti minnkar krafa um stæði í Miðstræti 1 - 25 í a.m.k. 46 bílastæði.
7. Gerð er krafa um a.m.k. 30 bílastæði í kjallara Miðstrætis 10 - 20. Til að uppfylla þá kröfu er hámarksbyggingarmagn í kjallara aukið úr 1000m² í 1500 m².
8. Gerð er leiðrétting á töflum í kafla 2.2 á bls. 14 í greinargerð. Gerðar er tilfærslur á heimiluðu hámarksbyggingarmagni á milli nokkurra lóða á vestursvæði, en heildarbyggingarmagn er óbreytt bæði ofanjarðar og í kjöllurum að undanskildri lóðinni Miðstræti 10 - 20 sbr. lið 7 hér að framan.
Á austursvæði er heimilað að byggja þriðju hæðina ofan á Austurveg 8 og 10, sjá nýja sneiðingu CC á uppdrætti, og eykst því byggingarmagn í töflum í kafla 2.2. um þá viðbótarhæð.
9. Gerð er kvöð um akstur bíla í gegnum lóðirnar Austurvegur 4 og 4a. Einnig í gegnum lóðirnar Austurvegur 2 og 2a, niður í bílakjallara og vöruaðkomu undir Miðstræti 2 - 8 og að lóð dreifistöðvar (D). Bílastæði á ofangreindum lóðum verða áfram eingöngu fyrir þær lóðir og nær akstursheimildin eingöngu til bílastæða í kjallara Miðstrætis 2-8 sem tilheyra íbúum þeirrar lóðar. Sjá kafla 2.3.1.
10. Lóð dreifistöðvar (D) Austurvegur 2c er stækkuð og verður 73m². Til að tryggja óheft aðgengi til athafna í og við lóðina, er sett kvöð um lagnaleið, kvöð um gönguleið og kvöð um aðkomu þjónustubifreiða HS veitna að lóðinni. Sjá kafla 2.3.1.
11. Gerðar eru textabreyting í köflum 2.4, 2.6.2, 2.6.4, 2.7, 3.6, 3.13, 3.15 og 4.2.
12. Bætt er við setningu í greinargerð aftast í kafla 3.2 Byggingarreitir: "Ef byggingarheimild ofanjarðar er ekki nýtt er heimilt að bæta henni við í kjallara sömu lóðar svo fremi að stærð byggingarreits heimili það."
13. Texta um torg er breytt og hluti er felldur út aftast í kafla 4.9.
14. Heimild fyrir turni á Brúartorgi er felld út og kafli 3.10 Kennileiti - útsýnisturn í greinargerð fellur út.
15. Bætt er við kvöðum um lagnaleið í gegnum lóðina Miðstræti 2 - 8. Einnig í gegnum lóðirnar Austurvegur 6 og 8b. Sjá kafla 2.7.
16. Bætt er við kvöð um akstur í gegnum lóðirnar Austurvegur 6, 8 og 10. Sjá kafla 2.3.1. 17. "Torgarsvæði" í vistgötum er aukið með frekari möguleikum fyrir innréttingar og gróður í göturýminu, en við það er bílastæðum fækkað lítillega meðfram vistgötum.
Breyting nú eftir fyrri afgreiðslu skipulagsnefndar er eftirfarandi:
Á uppdrætti: Við Miðstræti 10-20 stendur núna: "a.m.k. 32 bílastæði í kjallara" og við Miðstræti 1 - 27: "a.m.k. 14 bílastæði í kjallara".
Breytingar á töflum á bls. 15. Hætt er við að fjölga fermetrum í kjöllurum. Í töflum er sú breyting frá auglýstri tillögu að fermetrum er fækkað í Miðstræti 1 - 21 og 29 - 45 en aukið um 200fm í Miðstræti 10 - 20. Sú 30 bílastæða aukning í kjöllurum vestursvæðis sem var í auglýstri tillögu er því felld út.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingartillögu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. sömu laga, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna skv. 43. gr. skipulagslaga og til auglýsingar í samræmi við 41. gr sömu laga. - 2001293 - Deiliskipulagstillaga Hellisland 36
Tillaga frá 41. fundi skipulagsnefndar frá 26. febrúar sl. liður 8. Deiliskipulagstillaga Hellisland 36.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir íbúðalóðina Hellisland 36 á Selfossi. Gert er ráð fyrir að skipta lóðinni upp í þrjár lóðir. Á lóðinni Hellislandi 36 er heimilað að byggja annars vegar þriggja hæða íbúðarhús allt að 200 m2 að grunnfleti og hins vegar vinnuaðstöðuhús allt að 70 m2. Á lóðunum Hellislandi 36A og 36B verður heimilt að byggja einnar hæðar hús með allt að 150 m2 að grunnfleti. Kvöð er um akstur í gegnum lóðina Hellisland 36A og að lóðinni Hellisland 36B.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. - 2206047 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins
Árborgar kjörtímabilið 2022 - 2026
Samþykkt um stjórn og fundarsköp hjá Sveitarfélaginu Árborg, ásamt afriti af auglýsingu vegna leiðréttingar á villu sem gerð var í ferlinu. Lagt fram til kynningar. - 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022 - 2026
Lagt er til að næsti fundur bæjarstjórnar verði 26. mars.
Fundargerðir - 2502008F - Ungmennaráð - 11/2024
11. fundur haldinn 10. febrúar. - 2501013F - Skipulagsnefnd - 40
40. fundur haldinn 12. febrúar. - 2502012F - Bæjarráð - 118
118. fundur haldinn 20. febrúar. - 2502010F - Eigna- og veitunefnd - 39
39. fundur haldinn 18. febrúar. - 2502021F - Bæjarráð - 119
119. fundur haldinn 27. febrúar.