55. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 26. mars 2025 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
https://www.youtube.com/watch?v=eiVSUqsJSUQ
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2503061 - Tillaga að breytingum á reglum Árborgar um félagslegt leiguhúsnæði
Tillaga frá 15. fundi velferðarnefndar frá 6. mars, liður 3. Tillaga að breytingum á reglum Árborgar um félagslegt leiguhúsnæði.
Lagt er fyrir Velferðarnefnd minnisblað starfsmanna fjölskyldusviðs er varðar tillögu að hækkun eigna- og tekjuviðmiða í reglum Árborgar um félagslegt leiguhúsnæði.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar. - 2307062 - Eyravegur 40 - Deiliskipulag
Tillaga frá 42. fundi skipulagsnefndar frá 19. mars sl. liður 5. Eyravegur 40 - Deiliskipulag.
Larsen Hönnun, f.h. lóðarhafa leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðir á lóðinni Eyravegur 40 á Selfossi. Lóðin sem er 2605m2 að stærð, er skilgreind í Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036 sem Miðsvæði, M6.
Gert er ráð fyrir 3, 4 og 5 hæða stölluðu fjölbýlishúsi á lóð með íbúðum á öllum hæðum ofanjarðar. Heimild er fyrir kjallara t.d. fyrir bílastæði, geymslur eða önnur stoðrými. Húsagerðir eru frjálsar að öðru leyti en því sem lóðablöð, skilmálar þessir, byggingarreglugerð og aðrar reglugerðir segja til um. Útlit byggingar skal brjóta upp í formi, efnis og litavali.
Einstaka byggingarhlutar, eins og þakkantur, svalir, skyggni mega standa utan byggingarreits ásamt sorpskýlum, djúpgámum, hjóla og vagnageymslu. Samtals er gert ráð fyrir allt að 34 íbúðum á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. - 2501359 - Votmúli I. L166214 - Múli 1 - 8 - Deiliskipulag 6 landspildna
Tillaga frá 42. fundi skipulagsnefndar frá 19. mars sl. liður 8. Votmúli I. L166214 - Múli 1 - 8 - Deiliskipulag 6 landspildna.
Votmúli ehf. leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Votmúla 1 (Múli 1 og 2). Breytingin gerir ráð fyrir að fjölga lóðum úr tveimur í sex lóðir, og stækkar þar með skipulagssvæðið úr 20 ha. yfir í 41.2 ha. Á lóðunum Múli 1-8 verður heimilt að vera með íbúðarhúsnæði og hesthús ásamt starfsemi sem tengist hrossarækt. Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum innan hverrar lóðar: B1 byggingarreitur fyrir íbúðarhús og byggingar tengdum íbúum s.s. íbúðarhús, gesthús, gróðurhús og stakstæðum bílskúr. B2 byggingarreitur er áætlaður byggingum tengdum hrossarækt eða landbúnaði skv. 4.7.1. gr. í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036. Lóðirnar hafa aðkomu í gegnum afleggjara við Votmúla sem tengist Votmúlavegi nr. 310.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. - 2301178 - Deiliskipulag hesthúsasvæðis - Hestamannafélagið Sleipnir
Tillaga frá 42. fundi skipulagsnefndar frá 19. mars, liður 9. deiliskipulag hesthúsasvæðis - Hestamannafélagið Sleipnir.
Meginmarkmið deiliskipulagsins er að setja fram heildstæða stefnu fyrir allt hesthúsahverfið, bæði núverandi svæði og stækkun þess til suðurs. Deiliskipulagið byggir í megindráttum á núverandi fyrirkomulagi með áherslu á bættar reiðleiðir og þjálfunarsvæði. Á svæði til suðurs verður gert ráð fyrir nýjum lóðum og þannig fjölgar notendum innan hesthúsasvæðisins. Kröfur um bættan aðbúnað hesta og manna hafa aukist á undanförnum árum og munu skilmálar um byggingu nýrra húsa og breytingar á eldri húsum taka mið af því.
Deiliskipulagið nær til alls hesthúsahverfisins, sem er núverandi keppnis og hesthúsasvæði og stækkaðs hesthúsasvæðis, samtals um 27 ha. Deiliskipulagsmörkin ná einnig yfir hluta af opnu svæði milli Langholts og hesthúsahverfis vegna fyrirhugaðs reiðstígs þar. Stækkun núverandi svæðis er um 7 ha. að stærð. Á nýja svæðinu næst Dísastaðarlandi er gert ráð fyrir 19 nýjum hesthúsum meðfram Bæjartröð. Lóðir eru af þremur stærðum, og er gert ráð fyrir að innan þeirra verði heimilt að byggja stakstæð hús eða parhús. Hestagerði eru staðsett sunnan við hús beggja megin götu til að tryggja sól og skjól frá ríkjandi vindáttum.
Auk 19 hefðbundinna hesthúsa er gert ráð fyrir tveimur stærri lóðum fyrir hesthús með litlum reiðskemmum.
Skilmálar eru settir fyrir byggingu nýrra hesthúsa og eins eru settir fram skilmálar um mögulega endurbyggingu eldri húsa. Byggingarmagn á keppnissvæði er aukið umtalsvert, bæði fyrir fipo-keppnishöll en einnig fyrir minni hús til þjálfunar og fyrir áhorfendastúkur.
Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036, þar sem svæðið er með landnotkunina ÍÞ2. Með gildistöku þessa deiliskipulags falla allar eldri skipulagsáætlanir fyrir svæðið úr gildi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. - 2312002 - Endurmat á tilraunaverkefni í leikskólum Árborgar skólaárið 2024 - 2025
Tillaga frá 18. fundi fræðslu- og frístundanefndar frá 19. mars sl. liður 1. Minnisblað um stöðu leikskólamála í Árborg nóv. 2023.
Minnisblað um endurmat á tilraunaverkefni sem fór fram í leikskólum Árborgar skólaárið 2024 - 2025. Júlíana Tyrfingsdóttir, faglegur leiðtogi leikskóla Árborgar kynnir.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarstjórn að tilraunaverkefnið verði fest í sessi. Einnig er lagt til að Þorláksmessa verði skráningadagur eins og fram kemur í minnisblaðinu. - 2403338 - Ungmennaráð 2024 - 2026
Kosning fulltrúa í ungmennaráð Árborgar. - 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022 - 2026
Lagt er til að næstu fundur verði haldinn 9. apríl.
Fundargerðir - 2502018F - Skipulagsnefnd - 41
41. fundur haldinn 26. febrúar. - 2502022F - Fræðslu- og frístundanefnd - 17
17. fundur haldinn 26. febrúar. - 2502023F - Ungmennaráð - 12/2024
12. fundur haldinn 24. febrúar. - 2502029F - Bæjarráð - 120
120. fundur haldinn 13. mars. - 2502028F - Velferðarnefnd - 15
15. fundur haldinn 6. mars. - 2503014F - Bæjarráð - 121
121. fundur haldinn 21. mars.