66. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 2026
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 3. desember 2025 í
Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2506399 - Tryggvagata 36 - Deiliskipulagsbreyting
Tillaga frá 53. fundi skipulagsnefndar frá 26. nóvember, liður 5. Tryggvagata 36 -
Deiliskipulagsbreyting.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Tryggvagötu 36 á Selfossi. Tillagan var í kynningu frá 25.9.2025 til og með 17.10.2025 og var frestað afgreiðslu á fundi skipulagsnefndar eftir kynningu þann 5.11 síðastliðinn þar sem farið var fram á að brugðist væri við athugasemdum sem bárust vegna tillögunnar með ítarlegri hætti. Er nú lögð fram uppfærð tillaga sem gerir ráð fyrir tilfærslu á byggingarreit innan lóðar og minnkuðu byggingarmagni. Gert er ráð
fyrir einu 3ja hæða íbúðarhúsi ásamt sorpskýli á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir kjallara. Þriðja hæð íbúðarhússins skal vera inndregin, a.m.k. 5 m á norðurhlið og a.m.k. 2 m á aðrar hliðar. Heildarfjöldi íbúða í húsinu geta orðið allt að 36 og er gert ráð fyrir samsvarandi fjölda bílastæða innan lóðarinnar. Byggingar skulu standa innan byggingareita. Heildarbyggingarmagn er að hámarki 2.600 m2 og nýtingarhlutfall er um 0,84.
Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Að mati nefndarinnar hefur verið komið til mót við þær athugasemdir og umsagnir sem bárust á kynningartíma tillögunnar með fullnægjandi hætti með uppfærslu tillögunnar. Mælist nefndin til þess að þeir sem athugasemdir gerðu til kynningu málsins fái sérstaka tilkynningu um auglýsingu þess.
Samþykkt með 4 atkvæðum af 5. Fulltrúi S-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni. - 2511323 - Miðsvæði M5 og M6; Tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi
Tillaga frá 53. fundi skipulagslaga frá 26. nóvember sl. liður 6. Miðsvæði M5 og M6; Tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi.
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi sem tekur til miðsvæðiM5 og M6. Í breytingunni felst nánari skilgreining á heimildum sem taka til reksturs á miðsvæðum. Núverandi heimildir gera ráð fyrir eftirfarandi skilmálum: "Innan reits eru þrjár deiliskipulagsáætlanir í gildi. Gert er ráð fyrir lágreistri íbúðarbyggð á 1-3 hæðum. Heimilt er að vera með verslun- og þjónustu á jarðhæð."
Eftir breytingu verði skilmálarnir eftirfarandi: Innan reits eru þrjár deiliskipulagsáætlanir í gildi. Gert er ráð fyrir lágreistri íbúðarbyggð á 1-3 hæðum. Heimild er fyrir verslunar- og þjónustutengdum rekstri innan svæðisins með eftirfarandi fyrirvörum:
- Gera skal grein fyrir heimildum sem taka til rekstur með ítarlegum hætti innan deiliskipulags og/eða með grenndarkynningu innan hverfisins.
- Gera skal grein fyrir fullnægjandi fjölda bílastæða.
- Starfsemi innan hverfisins taki mið af aðliggjandi byggð.
Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar. - 2511226 - Samþykktir Listasafns Árnesinga 2025
Síðari umræða. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja samþykktirnar. - 2511227 - Samþykktir Héraðsskjalasafns Árnesinga 2025
Síðari umræða. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja samþykktirnar. - 2511228 - Samþykktir Byggðasafns Árnesinga 2025
Síðari umræða. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja samþykktirnar. - 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
Tillaga frá 151. fundi bæjarráðs frá 27. nóvember sl. liður 4.
Viðauki við fjárhagsáætlun 2025. Viðauki nr. 8.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun
Sveitarfélagsins Árborgar 2025.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Sveitarfélagsins Árborgar (A og B hluta) er jákvæð kr. 52.434.010,- og verður rekstrarniðurstaða samantekins A og B hluta áætluð jákvæð um kr. 67.060.000,-.
Áhrif viðaukans á A hluta er jákvæð um kr. 52.434.010,- og hækkar því rekstrarafgangur í A hluta og er áætlaður neikvæður um rúmar kr. 529.457.000,- eftir að viðauki er samþykktur.
Aukinn kostnaður skv. viðaukanum er kr. 17.565.990,-, auknar tekjur frá Jöfnunarsjóði eru 70.000.000,-. Auknum kostnaði er því mætt með auknum greiðslum frá Jöfnunarsjóði. - 2510377 - Gjaldskrár 2026
1) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskólum Árborgar 2026
2) Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu barna í
heimahúsum 2026
3) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaheimili, frístundaklúbba og
sumarfrístund 2026
4) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir nemendur í Setrinu, sérdeildar í
Sunnulækjarskóla, með lögheimili utan sveitarfélagsins 2026
5) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum Árborgar 2026
6) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir bókasöfn Árborgar 2026
7) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir félagslega stuðningsþjónustu í Árborg
2026
8) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2026
9) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Grænumörk 5 og Austurveg 51 2026
10) Tillaga að breytingu á gjaldskrá húseigna 2026
11) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Samkomuhúsið Stað 2026
12) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sundlaugar í Árborg 2026
13) Tillaga að breytingu á gjaldskrá íþróttahúsa í Árborg 2026
14) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir heimsendan mat í Árborg 2026
15) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fánaborgir 2026
16) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Árborg 2026
17) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingardeild 2026
18) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fráveitu (tæming rotþróa) í Árborg 2026
19) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og sorphirðu í
Árborg 2026
20) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir móttöku og meðhöndlun úrgangs á
gámasvæði Árborgar 2026
21) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Selfossveitur 2026
22) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir vatnsveitu Árborgar 2026Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrárnar.
- 2203180 - Reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkt verði að hafa laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna óbreytt út kjörtímabilið 2022-2026, þannig að vísitölutenging viðmiðunarfjárhæðar 1. gr. reglnanna um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna verði afnumin.
Lagt er til að eftir sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 16. maí 2026, verði viðmiðunarfjárhæð þingfararkaup eins og það er hverju sinni. Ekki eru lagðar til aðrar breytingar á reglunum. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki framlagðar tillögur að breytingum á reglum um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Sveitarfélaginu Árborg. - 2510388 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Síðari umræða.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja fjárhagsáætlun 2026-2029. - 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022-2026
Næsti fundur bæjarstjórnar er áætlaður 17. desember.
Lagt er til við bæjarstjórn að veita forseta heimild til að fella niður fund ef fá mál eru á dagskrá og ekki liggur á að afgreiða þau.
Fundargerðir - 2510033F - Velferðarnefnd - 21
21. fundir haldinn 6. nóvember. - 2511006F - Fræðslu- og frístundanefnd - 24
24. fundur haldinn 12. nóvember. - 2511014F - Eigna- og veitunefnd - 48
48. fundur haldinn 18. nóvember. - 2511016F - Bæjarráð - 151
151. fundur haldinn 27. nóvember.
Bragi Bjarnason,
bæjarstjóri