Eyrarlögn | Framkvæmdir við Eyrarbakkaveg
Selfossveitur eru að ráðast í framkvæmdir við endurnýjun á Eyrarlögn í sumar.
Um er að ræða u.þ.b. 800 metra kafla frá Víkurheiði í átt að Sandvík
Verkinu verður skipt upp í 3 áfanga og verður hraði á Eyrarbakkavegi tekin niður í 50 km/kls á framkvæmdasvæðinu.Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát á meðan framkvæmdum stendur.
Áætluð verklok eru 30. september nk.