Fossvegur lokast við Eyraveg í tvær til þrjár vikur á meðan lögð verður hitaveitulögn
Áætlaður verktími fyrir áfanga 25. júlí - 15. september 2025
Um er að ræða endurnýjun á hluta stofnlagnar hitaveitu milli Kirkjuvegar og suður fyrir hringtorg við Fossveg á Selfossi með því að skipta út núverandi hitaveitulögn sem liggur með Eyravegi (Eyrarbakkaveg) fyrir nýja sverari stofnlögn.
Alls er framkvæmdasvæðið um 420 m og mun ná frá Kirkjuvegi og suður fyrir hringtogið við Fossheiði
Verkið verður unnið í 5 áföngum og er þetta leyfi fyrir áfanga 5 sem liggur meðfram hringtorgi Eyravegar og Fossvegar.