Framkvæmdir við Eyrargötu | Sumar og haust 2025
Nú í sumar og fram á haust stendur sveitarfélagið fyrir framkvæmdum við Eyrargötu á Eyrarbakka, verkið snýr að upprifi á malbik, kantsteinum og gangstéttum frá Eyrargötu 79 vestur fyrir Stað - sjá teikningu.
Nýtt malbik verður lagt á götuna sem og gangstéttir og kantar endurnýjaðir
Samið hefur verið við verktaka um framkvæmdirnar og munu þær hefjast von bráðar.
Beðist er velvirðingar á þeirri röskun sem framkvæmdin kann að hafa í för með sér.