Frístundaheimili Árborgar vekja athygli á appelsínugulri veðurviðvörun
Vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar sem tekur gildi uppúr kl. 16:00 í dag, þriðjudaginn 28. október er ekki æskilegt að börn séu ein á ferð.
Mælst er með því að þau börn sem eiga að ganga heim séu sótt. Ef foreldrar/forráðmenn hafa tök á að sækja í fyrrafalli væri það vel þegið.
Eins og staðan er núna mun frístundavagninn ganga og munum við senda börnin í tómstundir sínar nema foreldrar/forráðamenn biðji um annað. Vinsamlegast sendið upplýsingar á tövupóst viðeigandi frístundaheimilisins ef breytingar skulu verða á ferðum barna ykkar í tómstundir.
Fylgist vel með pósti og á vef Árborgar eða facebooksíðu Árborgar varðandi nýjar upplýsingar sem varða skólastarf, frístundastarf og tómstundir.
Frístundaheimili Árborgar
