Lokanir vegna malbikunar gatna
Miðvikudaginn 13. ágúst og fimmtudaginn 14. ágúst er stefnt að malbikunarframkvæmdum á Selfossi og má búast við tímabundnum lokunum á eftirtöldum götum á meðan malbikun stendur yfir. Viðeigandi merkingar verða settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 8.00-18.00.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.