Lokanir við Eyraveg næstu vikur
Vegna vinnu við endurnýjun stofnlagnar hitaveitu við Eyraveg þá verður gatnamótum Þóristúns og Eyravegar lokað næstu tvær vikurnar.
Vinnustaðamerkingar og merkingar um hjáleiðir fyrir gangandi vegfarendur og almenna umferð verða settar upp til upplýsinga fyrir fólk sem á leið inn og út úr nærliggjandi byggð.
Vegfarendur gæti fyllstu varúðar varðandi alla umferð um og í nágrenni við vinnusvæði og gatnamót á framkvæmdatíma.
Framkvæmdaraðili er Gröfutækni ehf og framkvæmdaeftirlit er í höndum Jóhanns Ágústssonar tæknifræðings.
Beðist er velvirðingar á þeim töfum og óþægindum sem af framkvæmdum hlýst.
Mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar