Lokanir á og við Engjaveg
Vegna vinnu við endurnýjun stofnalagnar við hitaveitu við Eyraveg verður lokað fyrir umferð um Engjaveg við Rauðholt næstu 3 vikurnar og gatnamót Þóristúns og Eyravegar verða lokuð í rúma viku til viðbótar.
Vinnustaðamerkingar og merkingar um hjáleiðir fyrir gangandi og almenna umferð verða settar upp til upplýsinga fyrir fólk sem á leið um svæðið.
Lokunin á Engjavegi varir í 3 vikur en umferð verður veitt um Hjarðarholt, Birkivelli, Víðivelli og Reynivelli.
Lokunin um gatnamót Þóristúns og Eyrarvegar hófst 9. júlí og áætlað að stæði yfir í 2 vikur.
Vegfarendur eru beðnir um að gæta fyllstu varúðar varðandi alla umferð um og í nágrenni við vinnusvæðið og á gatnamótunum á framkvæmdatíma.
Vegna lokana þessara má búast við einhverjum töfum á Árborgarstrætó.
Beðist er velvirðingar á þeim töfum og óþægindum sem af framkvæmdunum hlýst.
Mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar