Lokun á Kömbunum 23. september 2025
Vegagerðin hefur gefið leyfi til að loka Kömbunum (Hringvegur 1, 1-d8) vegna viðhaldsframkvæmda á vegkaflanum.
Veginum verður lokað í aðra akstursstefnu í einu, byrjað verður í austur, frá kl 09:00, þann 23. september og opnað aftur fyrir umferð í báðar áttir kl 16:00, 23. september.
Gert er ráð fyrir því að skipt verði um akstursstefnu um miðjan dag og að hjáleið verði um Þrengslin (Þrengslavegur 39-01).
Verktaki í framkvæmdunum verður Malbikunarstöðin Höfði og Malbiksviðgerðir.