Lokun gatnamóta Hörðuvalla og Árvegar
Framkvæmdir vegna lagningu veitulagna eru að hefjast á næstu dögum við gatnamót Árvegar og Hörðuvalla.
Tengist þessi framkvæmd vinnu veitulagna inn Þórisvað við Árbakkaland, sem er nýtt hverfi sem er í uppbyggingu á Selfossi og tengist Árvegi.
Um leið er fráveita, vatnsveita og hitaveita endurnýjuð við gatnamót Hörðuvalla - Árvegar og Þórisvaðs og gatnamót endurbyggð.
Gatnamótum Árvegar - Hörðuvalla verður lokað á næstu dögum og mun lokunin standa yfir fram í september 2025
Vinnustaðamerkingar og merkingar um hjáleiðir fyrir gangandi vegfarendur, hjólandi og almenna umferð verða settar upp til upplýsinga fyrir fólk sem á leið inn og út úr nærliggjandi byggð. Hjáleið viðbragðsaðila sem eru á svæðinu verður um lóð lögreglustöðvarinnar.
Vegfarendur gæti fyllstu varúðar varðandi alla umferð um og í nágrenni við vinnusvæði og gatnamót á framkvæmdatíma.
Framkvæmdaraðili er Borgarverk ehf og framkvæmdaeftirlit er í höndum VGS verkfræðistofu.
Beðist er velvirðingar á þeim töfum og óþægindum sem af framkvæmdum hlýst.
Mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar