Malbikunarframkvæmdir 23. júlí | Lokun Eyrarvegar
Miðvikudaginn 23. júlí er stefnt á að malbika báðar akreinar á Eyrarvegi á Selfossi
Eyrarvegurinn verður malbikaður á svæðinu frá hringtorgi við Fossheiði/Fossveg að Fossvegi að vestan verðu.
Veginum verður lokað á meðan á framkvæmdum stendur og viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdri merkingaráætlun.
8.0.85-Selfoss-Eyravegur-Eyrarbakkavegur-ekki-Hringtorg-
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 9:00 til kl. 16:00.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
Þær breytingar verða á Árborgarstrætó að strætó mun keyra Gagnheiðina í stað Eyrarvegarins. Stoppistöðvar flytjast þvi yfir á Gagnheiðina.Beðist er velvirðingar á þeim töfum og óþægindum sem af framkvæmdunum hlýst.
Mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar