Malbikunarframkvæmdir 24. júlí | Lokun Eyrarbakkavegar
Fimmtudaginn 24. júlí er stefnt á að malbika báðar akreinar á Eyrarbakkavegi við Tjarnarbyggð sunnan við Selfoss, ef veður leyfir.
Veginum verður lokað á milli Gaulverjabæjarvegar og Suðurhóla meðan á framkvæmdum stendur.
Merkt hjáleið verður um Gaulverjabæjarveg og Suðurhóla. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. eftirfarandi merkingaráætlun.
Merkingaráætlun Eyrabakkavegur
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 4:00 aðfararnótt fimmtudags til kl. 24:00 að fimmtudagskvöldi.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
Breytingar á Árborgarstrætó
Ferðum í Tjarnabyggð, Eyrarbakka og Stokkseyri verður fækkað niður í þrjár.
Lokunin hefur þau áhrif á Árborgarstrætó að ekið verður Gaulverjarbæjarveg. Lagt er af stað frá N1 í samræmi við áætlun, en strætóinn verður talsvert á eftir áætlun á Eyrarbakka, Tjarnabyggð og Stokkseyri og stoppunum þar á eftir á Selfossi. Sú töf mun jafnframt hafa áhrif á strætó ferðir innan Selfoss, sem eru í kjölfar skipulagðra ferða suður með strönd.
- Morgunferð: Farið verður frá N1 á Selfossi kl. 6:55.
- Hádegisferð: Farið verður frá N1 á Selfossi kl. 12:15.
- Síðdegisferð: Farið verður frá N1 á Selfossi kl. 18:47.
Árborgarstrætó hefur svo akstur aftur eftir áætlun föstudaginn 25. júlí n.k., þó með þeirri undantekningu að stoppistöð við Vallaskóla dettur út vegna lokunar á Engjavegi við Rauðholt stendur yfir.
Beðist er velvirðingar á þeim töfum og óþægindum sem af framkvæmdunum hlýst.
Mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar