Sorphirða og opnun á gámasvæði um hátíðarnar
Sorphirða í Árborg er á 4 vikna festi. Fyrir jól verður búið að losa allar pappa og plasttunnur. Almennt og lífrænt verður búið að hreinsa í bláa hlutanum á Selfossi og Eyrarbakka en verður hreinsað í gula hlutanum og dreifbýli á milli jóla og nýárs. Sjá nánar á skýringarmyndum hér að neðan:

Gámasvæðið við Víkurheiði 4 er opið eins og hér segir:
24. desember lokað
25. desember lokað
26. desember lokað
27. desember opið kl. 9:00-16:00
28. desember lokað
29. desember opið kl.10:00-16:00
30. desember opið kl.10:00-16:00
31. desember lokað
1. janúar lokað
2. janúar opið kl.10:00-16:00
3. janúar opið kl. 9:00-16:00
Vakin er athygli á því að allan jólapappír og merkjaspjöld má flokka í heimilistunnu sem pappír. Pakkabönd eru yfirleitt úr plasti og flokkast sem slík.
Á gámasvæði er flokkunin með sama hætti. Jólapappir og merkispjöld í pappír og pakkabönd í plast. Þetta eru gjaldfrjálsir flokkar á gámasvæðinu ef það er flokkað rétt.
Á gámasvæðinu er staðsetttur sérstakur gámur fyrir flugeldaafganga. Þeir mega ekki fara með almennu sorpi. Rétt flokkaðir flugeldaafgangar eru gjaldfrjálsir á gámasvæðinu.
Ónýtar jólaseríur eiga ekki að fara í blandaðan úrgang. Þeim á að skila á gámasvæðið með öðrum raftækjaúrgangi sem er gjaldfrjáls. Þær eru svo sendar úr landi til endurvinnslu.
Rafhlöður á að skila inn á gámasvæði til endurvinnslu og eru þær gjaldfrjálsar.
Þjónustumiðstöð Árborgar óskar öllum íbúum gleðilegra jóla og gleðilegs nýárs.