Sumarmarkaður Tryggvagarði
Sumarmarkaður í Tryggvagarði alla laugardaga frá kl. 10 til 16 fram til lok ágúst!

Á Sumarmarkaðnum verður brakandi ferskt grænmeti úr nærsveitum, nýbakaðar vöfflur og rjúkandi heitt kaffi á boðstólum. Auk þess verður glæsilegt handverk, heiðarlegar snyrtivörur, girnilegar krásir og margt margt fleira.
Listafólk mun stíga á stokk og skemmta gestum með tónlist, leik og dansi
Við hlökkum til að sjá ykkur í Tryggvagarði í sumar!
Nánari upplýsingar / panta sölubás, sendu okkur póst á sumarmarkadurselfoss@gmail.com