Sundhöll Selfoss | Tilkynning
Verið er að gera við loka á lögnum í útilauginni svo hún verður líklega í kaldari kantinum á morgun, laugardag.
Kæru sundlaugargestir.
Við erum að gera við loka á lögnum í útilauginni og þurfum að slökkva á dælum í nokkrar klukkustundir. Laugin verður frekar köld í fyrramálið, laugardaginn 22. nóvember. Mögulega þarf hún að vera lokuð eitthvað fram eftir degi.
Hafið endilega samband við Sundhöllina í fyrramálið í síma 480 -1960 ef ykkur vantar frekari upplýsingar.
