Takmörkuð þjónusta í stjórnsýslu Sveitarfélaginu Árborg
Frá 17. júlí til og með 8. ágúst verður takmörkuð þjónusta í stjórnsýslu Sveitarfélagsins Árborgar vegna sumarleyfa. Sumarlokanir eru á Bókasafni Árborgar á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þjónustuver er opið á hefðbundnum opnunartíma.
Vegna sumarleyfa starfsmanna verður takmörkuð þjónusta hjá helstu stjórnsýslueiningum sveitarfélagsins á tímabilinu frá 16. júlí til og með 8. ágúst n.k. Þjónustuverið er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9:00 – 15:00 og föstudaga frá kl. 9:00 – 12:00.
Ábendingagáttin er alltaf opin á heimasíðu sveitarfélagsins - Ábendingagátt Árborgar.
Sumarlokun fjármáladeildar
Fjármáladeild Sveitarfélagsins Árborgar verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá og með 17. júlí til og með 25. júlí 2025. Reikningar verða því ekki bókaðir, greiddir né erindum svarað á þessum tíma.
Sumarlokun skrifstofu mannvirkja- og umhverfissviðs
Skrifstofur mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar að Austurvegi 67, Selfossi, verða lokaðar frá og með 21. júlí til og með 8. ágúst 2025. Neyðarsími vatns- og hitaveitu, utan opnunartíma er 894-5243.
Sumarlokun Bókasafni Árborgar, Eyrarbakka
Lokað verður frá 1. júlí til og með 15. ágúst.
Sumarlokun Bókasafn Arborgar, Stokkseyri
Lokað verður frá og með 10. júlí til og með 14. ágúst.