Tilkynning frá Selfossveitum | Förum vel með heita vatnið
Við viljum hvetja alla til að fara vel með heita vatnið og fara eins sparlega með það og hægt er til að minnka álag á veitukerfið.
Kæru íbúar
Framundan er kuldatíð sem er líkleg að vara í töluverðan tíma. Við viljum því hvetja alla til að fara vel með heita vatnið og fara eins sparlega með það og hægt er til að minnka álag á veitukerfið.
Selfossveitur fylgjast nú grant með veðurspám og staðan er metin dag frá degi og mikilvægt að við vinnum öll saman í því að draga úr líkum á þjónustuskerðingu.
Fólk getur sparað heitt vatn og þar með kyndikostnað sinn með því að gæta að því að gluggar séu ekki opnir og útidyr ekki látnar standa opnar lengur en þörf er á.
Þá skiptir einnig máli stillingar ofna, að óþarflega heitt vatn renni ekki frá þeim og að ofnarnir séu ekki byrgðir, til dæmis með síðum gluggatjöldum eða húsgögnum.
Þá eru heitir pottar við heimili talsvert þurftafrekir á vatn og gott að hafa í huga að fara sparlega með neysluvatn eins og við uppvask og böð (sturtur, baðkör).