Tilkynning frá Sundhöll Selfoss
Nú er skólasund hafið og börnum fjölgar í sveitarfélaginu, aðstaðan er að komast að þolmörkum þ.e. við verðum að nota fleiri sundbrautir fyrir skólasundið.
Dagskrá skólasunds verður þessi í haust:
- Mánudaga eru 4 af 5 útibrautum uppteknar frá kl. 8:10 til kl. 9:25 vegna skólasunds
- Miðvikudaga eru allar brautir uppteknar vegna skólasunds frá kl. 10:10 til 10:50
- Fimmtudaga eru allar brautir uppteknar vegna skólasunds frá kl. 10:30 til 11:30
Aðrar laugar eru einnig uppteknar fyrir skólasund.
Bestu kveðjur frá starfsfólki Sundhallar Selfoss.