Verður þú næsta stuðningsfjölskylda?
Sveitarfélagið Árborg leitar að hlýjum og ábyrgum heimilum sem vilja taka þátt í því að styðja börn með langvarandi stuðningsþarfir. Stuðningsfjölskyldur veita börnum öruggt og kærleiksríkt skjól á heimili sínu – í allt frá 1 til 6 sólarhringa á mánuði.
Hvað felst í hlutverkinu?
Veita barni stuðning og umönnun í heimilislegu og styðjandi umhverfi.
Hjálpa barninu að taka þátt í daglegu lífi og félagsstarfi.
Létta álagi af foreldrum og veita fjölskyldunni dýrmætan hvíldartíma.
Hver getur orðið stuðningsfjölskylda?
Þú þarft ekki sérstaka menntun – það sem skiptir mestu máli er áhugi, ábyrgð og vilji til að styðja barn og fjölskyldu þess.
Góð samskiptahæfni og geta til að vinna með fjölskyldum og fagfólki er kostur.
Reynsla eða áhugi á starfi með börnum er mikils metin.
Lögbundin þjónusta
Stuðningsfjölskyldur eru hluti af lögbundinni þjónustu samkvæmt lögum nr. 38/2018 og reglum Árborgar. Markmiðið er að tryggja farsæld barna og fjölskyldna.
Skilyrði
Til að verða stuðningsfjölskylda þarftu að sækja um leyfi hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV): island.is/studningsfjolskyldur
Nánari upplýsingar
Sigríður Elín Leifsdóttir
Teymisstjóri Velferðarþjónustu Árborgar
Sími: 480-19000
Netfang: sigridurelin@arborg.is