Bæjarstjórnarfundur - útsending

Smellið hér til að horfa á útsendinguna


Haustsýning myndlistarnemenda FSu 2023

  • 15.9.2023 - 10.10.2023, Listagjáin

Myndlistarnemar FSu halda áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans.

Nú er það nemendur í framhaldsáfanganum Myndlist sem fá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum. Verkin voru unnin á vorönn 2023.

Sýningin fer fram í Listagjánni á Bókasafni Árborgar og stendur yfir dagana 15. september - 10. október nk.

Gestum gefst tækifæri á að upplifa fjölbreytt listaverk, bæði að útliti og innihaldi. Í áfanganum Myndlist er unnið með fyrirmyndir eins og uppstillingar, landslag, fólk og fantasíur. Þetta er unnið í fjölbreyttum stílum með tengingu við listasöguna.

Banner_1694011155479

Nú sem endranær er margt á seiði á listalínu FSu og áhugi nemenda mikill

FSu státar af fjölbreyttum áföngum á sviði sköpunar. Þar má nefna stafræna smiðju eða svokallað Fablab, ljósvakamiðlun, leiklist, textíl hönnun, grafíska hönnun, grafíska miðlun ásamt myndlistinni. Áfangarnir eru opnir öllum nemendum skólans, óháð námsbrautum. Einnig má nefna að það er alltaf gefandi og gaman að fá eldra fólk með áhuga á skapandi greinum inn í hinn hefðbundna nemendahóp.

Veggjalistin er sýning sem alltaf er opin áhorfendum en um er að ræða vegg er vísar að bílastæði FSu og er tæplega 100 metra langur. Útkoman er frábær útimyndlistarsýning.

Það er stefna FSu að miðla verkum nemenda sem víðast og til þess höfum við t.d. síðu á Facebook sem heitir FSu myndlist, nýsköpun og miðlun - sjá nánar með QR-kóða hérna fyrir neðan. Á síðunni má sjá úrval verka úr þeim áföngum sem við kennum í þeim fögum. Síðan er nýtt sem kennsluefni en ekki síður fyrir listunnendur að njóta.

QR

Myndlistarkennarar FSu
Lísa, Ágústa og Anna Kristín


Viðburðadagatal

15.9.2023 - 10.10.2023 Listagjáin Haustsýning myndlistarnemenda FSu 2023

Myndlistarnemar FSu halda áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans.

Sjá nánar
 

30.9.2023 - 4.11.2023 Bókasafn Árborgar, Selfoss Skoffín og skrímsli | Bókasafn Árborgar, Selfossi

Laugardaginn 30. september verða nykur, marbendill, fjörulalli, skoffín og fleiri furðuverur í aðalhlutverki á Bóksafninu.

Sjá nánar
 

30.9.2023 10:00 - 12:15 Skrúfan Allir geta teiknað | Nýtt teikninámskeið fyrir byrjendur

Guðrún Arndís Tryggvadóttir myndlistarmaður hefur skipulagt hraðnámskeið í teikningu í Skrúfunni - grósku og sköpunarmiðstöð á Eyrarbakka.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica