Hefurðu lesið Meistarann og Margarítu?
Nú er tækifæri til að fara rólega í gegnum bókina og fá útskýringar og fróðleik um bakgrunn hennar og heildarmynd.
Ertu aðdáandi, eða fannst þér hún ruglingsleg en samt forvitnileg? Hefur þig kannski alltaf langað til að lesa hana en ekki lagt í það?
Námskeiðið hefst mánudaginn 19. febrúar frá kl. 18:00 - 19:30 á Bókasafni Árborgar, Selfossi og verður öll mánudagskvöld til og með 25. mars.
Skráning fer fram í afgreiðslu bókasafnsins eða á netfangið afgreidsla@arborg.is
Aðeins 15 sæti laus, biðjum fólk um að tryggja sér sæti sem fyrst!