Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Hefurðu lesið Meistarann og Margarítu?

  • 19.2.2024, 18:00 - 19:30
  • 26.2.2024, 18:00 - 19:30
  • 4.3.2024, 18:00 - 19:30
  • 11.3.2024, 18:00 - 19:30
  • 18.3.2024, 18:00 - 19:30
  • 25.3.2024, 18:00 - 19:30

Nú er tækifæri til að fara rólega í gegnum bókina og fá útskýringar og fróðleik um bakgrunn hennar og heildarmynd.

Ertu aðdáandi, eða fannst þér hún ruglingsleg en samt forvitnileg? Hefur þig kannski alltaf langað til að lesa hana en ekki lagt í það? 

Námskeiðið hefst mánudaginn 19. febrúar frá kl. 18:00 - 19:30 á Bókasafni Árborgar, Selfossi og verður öll mánudagskvöld til og með 25. mars.

Skráning fer fram í afgreiðslu bókasafnsins eða á netfangið afgreidsla@arborg.is

Aðeins 15 sæti laus, biðjum fólk um að tryggja sér sæti sem fyrst!


Viðburðadagatal

18.11.2024 - 15.12.2024 Bókasafn Árborgar, Selfoss Batamerki | Listagjáin

Jóna Björk Jónsdóttir sýnir akrílmálverk í Listagjánni frá 18. nóvember til 15. desember.

Sjá nánar
 

1.12.2024 - 17.12.2024 Bókasafn Árborgar, Selfoss Alþjóðleg herferð Amnesty International 2024

Taktu þátt í alþjóðlegri herferð Amnesty International og skrifaðu undir áríðandi mál einstaklinga sem beittir eru alvarlegum órétti.

Sjá nánar
 

5.12.2024 - 31.12.2024 Bókasafn Árborgar, Selfoss Einstakar Biblíur | Bókasafn Árborgar, Selfossi

Frá 5. - 31. desember gefst gestum tækifæri til að sjá sjaldgæfar prentaðar útgáfur úr Eiríkssafni, þar á meðal Guðbrandsbiblíu frá 1584.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica