Kristjana sýnir í Listagjánni
Kristjana Gunnarsdóttir hefur opnað sýningu í Listagjánni á Selfossi. Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafnsins og stendur til 16. september.
Kristjana er fædd í Reykjavík 1. september 1972 en síðan þá hef hún búið í Reykjavík, Kópavogi, í Kolding og Odense í Danmörku og á Selfossi frá 1988.
Áhugi Kristjönu á myndlist hefur alltaf verið mikill og hún byrjaði snemma að teikna og krota á allt mögulegt
Kristjana lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Suðurlands og síðar háskólanámi frá Kennaraháskóla Íslands með áherslu á kennslu í myndlist. Kristjana hefur kennt myndmennt í 18 ár.
Flest verk Kristjönu eru unnin með akrýl eða olíu en undanfarin ár hefur hún einnig verið að leika sér með blandaða tækni og vatnsliti, eins hún orðar það sjálf. Myndefnið hverju sinni er fjölbreytt og Kristjana vinnur oftast með það sem er henni hugleikið hverju sinni en oft verða hestar eða landslag fyrir valinu.
Kristjana er félagi í Myndlistarfélagi Árnessýslu og hélt sýningu í Listagjá Bókasafns Árborgar árið 2006 þar sem hún sýndi myndir unna með blandaðri tækni.