Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Kristjana sýnir í Listagjánni

  • 16.7.2024 - 16.8.2024, Listagjáin

Kristjana Gunnarsdóttir hefur opnað sýningu í Listagjánni á Selfossi. Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafnsins og stendur til 16. september. 

Kristjana er fædd í Reykjavík 1. september 1972 en síðan þá hef hún búið í Reykjavík, Kópavogi, í Kolding og Odense í Danmörku og á Selfossi frá 1988. 

Áhugi Kristjönu á myndlist hefur alltaf verið mikill og hún byrjaði snemma að teikna og krota á allt mögulegt

Kristjana lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Suðurlands og síðar háskólanámi frá Kennaraháskóla Íslands með áherslu á kennslu í myndlist. Kristjana hefur kennt myndmennt í 18 ár. 

Flest verk Kristjönu eru unnin með akrýl eða olíu en undanfarin ár hefur hún einnig verið að leika sér með blandaða tækni og vatnsliti, eins hún orðar það sjálf. Myndefnið hverju sinni er fjölbreytt og Kristjana vinnur oftast með það sem er henni hugleikið hverju sinni en oft verða hestar eða landslag fyrir valinu. 

Kristjana er félagi í Myndlistarfélagi Árnessýslu og hélt sýningu í Listagjá Bókasafns Árborgar árið 2006 þar sem hún sýndi myndir unna með blandaðri tækni.


Viðburðadagatal

16.9.2025 - 24.9.2025 Litla Leikhúsið Grunnnámskeið í leiklist / Theater workshop

Leikfélag Selfoss verður með leiklistarnámskeið fyrir nýliða og þá sem reyndari eru í haust / Leikfélag Selfoss will be hosting a theatre workshop this fall for both beginners and those with more experience

Sjá nánar
 

18.9.2025 - 25.9.2025 Selfosskirkja Gefðu íslensku séns - Hraðstefnumót við íslenskuna 18. - og 25. september

Fyrirkomulagið verður eins og á hraðstefnumóti eða svokölluðu speed-dating nema hvað markmiðið er að æfa sig í íslensku

Sjá nánar
 

23.9.2025 - 30.9.2025 Sundhöll Selfoss Íþróttavika Evrópu - Zumba sundlaugarpartí í Sundhöll Selfoss 27. september

Í tilefni af íþróttaviku Evrópu dagana 23. - 30. september 2025 þá verður boðið upp á Zumba tíma með Gunnhildi Þórðardóttur í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica