Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks

  • 26.6.2023, 17:00 - 19:00, Hótel Selfoss

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, býður til opins samráðsfundar á Hótel Selfoss. 

Á fundinum verður fjallað um helstu áherslur í þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð og hvernig staðið verður að innleiðingu þeirra

Samráðsfundirnir, sem haldnir verða víða um landið, hafa þann tilgang að tryggja milliliðalaust samtal um það sem fólki er efst í huga þegar málefni fatlaðs fólks ber á góma.

Skrá þátttöku

Ef þörf er á táknmálstúlkun, rittúlkun eða annarri sérstakri aðstoð er mikilvægt að það komi fram við skráningu

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skuli lögfestur á kjörtímabilinu. Undir lok árs í fyrra var hleypt af stokkunum umfangsmikilli vinnu við gerð landsáætlunar til að tryggja farsæla innleiðingu samningsins. 

Grundvallarhugmyndin er sú að fatlað fólk, hagsmunasamtök þess, ríki, sveitarfélög og almenningur vinni saman sem jafningjar að því að móta tillögur að verkefnum sem bæta stöðu fatlaðs fólks og tengjast samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Dagskrá

Á fundunum mun ráðherra flytja opnunarávarp og kynnt verða nokkur þeirra verkefna sem tilheyra landsáætluninni. Fulltrúar heildarsamtaka fatlaðs fólks fjalla um sínar áherslur og framtíðarsýn og starf notendaráða verður kynnt. Að lokum býður ráðherra til samtals við viðstadda um það sem þeim er efst í huga.

Málefni fatlaðs fólks koma okkur öllum við og fólk er hvatt til að mæta og taka þátt. Hér gefst einstakt tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun þjónustu við fatlað fólks á Íslandi.

Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:

  • 22. maí - Reykjanesbær kl. 17 (Bíósalur í Duus-safnahúsum)
  • 23. maí - Akureyri kl. 17 (Hof – Hamrar)
  • 24. maí - Borgarnes kl. 17 (staðsetning augl. síðar)
  • 21. júní - Ísafjörður kl. 12 (staðsetning augl. síðar)
  • 22. júní - Egilsstaðir kl. 17 (staðsetning augl. síðar)
  • 26. júní - Selfoss kl. 17 (Hótel Selfoss)
  • 27. júní - Höfuðborgarsvæðið kl. 17 (staðsetning augl. síðar)
  • 29. júní - Rafrænn fundur fyrir allt landið kl. 20:00
  • ágúst - Sauðárkrókur (dagsetning og staðsetning augl. síðar)
  • ágúst - Höfn (dagsetning og staðsetning augl. síðar)

Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

7.12.2025 Rauða húsið Jólatorgið á Eyrarbakka

Hátíðleg markaðsstemning verður fyrstu þrjá sunnudagana í aðventu á Eyrarbakka.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica