Bæjarstjórnarfundur - útsending

Smellið hér til að horfa á útsendinguna


Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt á Sigtúni á Selfossi!

  • 1.7.2023, 15:00 - 17:00, Sigtúnsgarður

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt.

Í sumar eru liðin 10 ár frá því að Gilitrutt var frumsýnd hjá Leikhópnum Lottu en um er að ræða eitt
 vinsælasta verk hópsins frá upphafi.

 Í ævintýrinu um Gilitrutt fléttast saman sögurnar um geiturnar þrjár og Búkollu auk þjóðsögunnar um Gilitrutt. Að auki fá áhorfendur að kynnast bróður hennar Gilitruttar honum Bárði, fólkinu á bænum Bakka og fleiri skemmtilegum persónum úr Ævintýraskóginum.

Gilitruttaftur

Gilitrutt er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Þar sem sýningarnar eru utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri, pakka smá nesti og hella vatni í brúsa og halda svo á vit ævintýranna í Ævintýraskóginum. 

BardurMiðaverð 3.500 krónur, frítt fyrir 2ja ára og yngri. 
Hægt er að nálgast miða á staðnum eða fyrirfram á tix.is

Leikhopurinn_Lotta_logo_a_hvitu

Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Leikarar: Andrea Ösp Karlsdóttir, Rósa Ásgeirsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson og Sumarliði V Snæland Ingimarsson
Leikskáld: Anna Bergljót Thorarensen
Höfundar tónlistar: Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen, Gunnar Ben og Helga Ragnarsdóttir
Höfundar lagatexta: Baldur Ragnarsson
Hljóðblöndun tónlistar: Axel „Flex“ Árnason
Hljóðblöndun á sýningum: Þórður Gunnar Þorvaldsson
Búningahönnun: Kristína R. Berman og leikhópurinn
Danshöfundur: Sif Elíasdóttir Bachmann, Ágústa Skúladóttir & leikhópurinn
Leikmyndahönnun: Andrea Ösp Karlsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson
Leikmunir: Leikhópurinn


Viðburðadagatal

15.9.2023 - 10.10.2023 Listagjáin Haustsýning myndlistarnemenda FSu 2023

Myndlistarnemar FSu halda áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans.

Sjá nánar
 

30.9.2023 - 4.11.2023 Bókasafn Árborgar, Selfoss Skoffín og skrímsli | Bókasafn Árborgar, Selfossi

Laugardaginn 30. september verða nykur, marbendill, fjörulalli, skoffín og fleiri furðuverur í aðalhlutverki á Bóksafninu.

Sjá nánar
 

30.9.2023 10:00 - 12:15 Skrúfan Allir geta teiknað | Nýtt teikninámskeið fyrir byrjendur

Guðrún Arndís Tryggvadóttir myndlistarmaður hefur skipulagt hraðnámskeið í teikningu í Skrúfunni - grósku og sköpunarmiðstöð á Eyrarbakka.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica