Prjónapartý | Bókasafn Árborgar
Prjónapartý verður haldið á Bókasafni Árborgar, Selfossi, laugardaginn 29. mars kl. 15:00 - 18:00
Þrír fyrirlestrar, en þess á milli ætlum við að prjóna og spjalla og skoða vörur sem fyrirlesararnir hafa með sér.
Þær sem halda uppi fjörinu eru:
- Guðrún Bjarnadóttir - Handverk og hamingja: okkar helsti sérfræðingur um nytjajurtir á íslandi og jurtalitun á íslenskri ull.
- Helga Thoroddsen - Prjónaálögin: Helga hefur kennt fjölmörg námskeið í Storkinum um nýja aðferð við að prjóna peysur, þar sem byrjað er ofan frá.
- Dagný Hermannsdóttir - Lettneskir vettlingar: Dagný er orðin vel þekkt fyrir Lettnesku vetttlingana sína og prjónaferðir til Lettlands.
Ljúfir tónar, léttar veitingar og prjónastuð
Öll hjartanlega velkomin!