Frístundaakstur

Frístundabíllinn ekur alla  virka daga frá kl. 13:05 - 16:30 (misjafnt milli leiða, sjá neðar) og hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum og skóla í íþrótta- og frístundastarf innan sveitarfélagsins. Öll börn geta nýtt sér frístundabílinn og ekki er innheimt neitt gjald í bílinn.

Frístundaakstur innan Sveitarfélagsins Árborgar heldur áfram skólaárið 2021-2021. Aksturskipulagið fyrir leið 2 milli Selfoss, Stokkseyri, Eyrarbakka og Tjarnarbyggðar er áfram hluti af Árborgarstrætó sem er innanbæjarstrætó innan Árborgar og leið 1 innan Selfoss er áfram keyrð í samstarfi við Guðmund Tyrfingsson ehf. 

Hagnýtt

Um er að ræða tvær akstursleiðir:

Leið 1: Innanbæjar á Selfossi (keyrt af Guðmundi Tyrfingssyni ehf.)
Leið 2:  Eyrarbakki - Stokkseyri - Selfoss (Hluti af Árborgarstrætó, gamla leið 75)

Ný tímatafla: gildir frá 25.ágúst 2021:  
Leið 1- Frístundabíll Selfoss - útgefin tímatafla frá 25.ágúst 2021
Leið 2 - innanbæjarstrætó Árborgar - tímatafla gildir frá 1.janúar 2021

Sjá má báðar akstursleiðirnar í Google maps:  Frístundabíll – akstursleiðir á korti

Á kortinu er hægt að sjá leið 1 sérstaklega ásamt því að smella á hverja stoppistöð og sjá brottfarartíma.


Frístundabíllinn keyrir frá  25.ágúst 2021 til og með 10.júní 2022  samkvæmt tímatöflu og er ekið alla virka daga þar á meðal merkta frídaga í grunnskólum líkt og vetrarfrí eða aðra starfsdaga. Ekki er þó ekið í jólafríinu frá 20. desember til 3. janúar og í páskafríinu 11. - 13.apríl 2022.

Það er enginn starfsmaður (utan bílstjóra) í frístundabílnum en foreldrar eru hvattir til að fara fyrstu ferðina með börnunum sínum til að kenna þeim á aðstæður. 

Allar ábendingar um frístundaaksturinn eru vel þegnar en hægt er að senda þær ásamt fyrirspurnum á netfangið  bragi@arborg.is  eða hafa samband í síma 480 1900 . 

Tilkynningar skólaárið 2021 - 2022

  • Leiðir 1 og 2 munu taka breytingum í lok september þegar Stekkjaskóli fer í sitt heimasvæði í Stekkjahverfinu. Allar breytingar verða auglýstar sérstaklega. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica