Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Aðrar menntastofnanir

Fjölbrautarskóli Suðurlands | Fræðslunetið | Háskólafélag Suðurlands

Fjölbrautaskóli Suðurlands

Tryggvagötu 25 | 800 Selfoss
Sími: 480 8100
Netfang: fsu@fsu.is

Fjölbrautaskóli Suðurlands var stofnaður 1981 og eigendur hans eru ríki og sveitarfélög á Suðurlandi.
Fyrstu árin var skólinn starfræktur í húsnæði víða á Selfossi en 1987 var starfsemin flutt í núverandi húsnæði við Tryggvagötu 25. Frá upphafi hefur starfsemi skólans vaxið og dafnað og nú er kennt í þremur húsum á lóð skólans; auk aðalbyggingarinnar Odda er kennt í verknámshúsinu Hamri og íþróttahúsinu Iðu.

Vefsíða Fjölbrautaskóla Suðurlands

Fræðslunetið

Tryggvagötu 13 | 800 Selfoss
Sími: 560 2030
Netfang: fraedslunet@fraedslunet.is

Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi sér um og skipuleggur nám og námskeið fyrir fullorðið fólk. Um er að ræða formlegt nám sem meta má til eininga á framhaldsskólastigi, íslenskunámskeið fyrir útlendinga og námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Hjá Fræðslunetinu er náms- og starfsráðgjöf í boði og þar er einnig hægt að fara í raunfærnimat.

Fræðslunetið greinir fræðsluþarfir hjá fyrirtækjum og stofnunum og útbýr sérsniðnar fræðsluáætlanir eftir óskum þeirra og gerir föst verðtilboð í þjónustuna.

Upplýsingar um námsframboð og aðra þjónustu má nálgast á vefsíðu Fræðslunetsins.

Vefsíða Fræðslunetsins

Fjolheimar

Háskólafélag Suðurlands

Tryggvagötu 13 | 800 Selfoss

Sími: 650 2030
Netfang: hfsu@hfsu.is

Innan Háskólafélags Suðurlands rúmast starfsemi helstu háskóla- og rannsóknastofnana í landinu auk annarra stofnana og fyrirtækja sem starfa á sviði rannsókna og þekkingarþróunar og sækja efnivið sinn í náttúru, lífríki, mannlíf og menningu á Suðurlandi.

Stefnt er að því að samfara neti viðamikillar háskóla- og rannsóknastarfsemi nýtist aukin þekking til nýsköpunar og fjölbreytni í atvinnulífinu á Suðurlandi. Jafnframt verður lögð áhersla á að fjölga rannsóknastofnunum, menntastofnunum og þjónustufyrirtækjum innan vébanda Háskólafélagsins sem falla að stefnu þess.

Háskólafélag Suðurlands er einkahlutafélag í eigu sveitarfélaganna á Suðurlandi.

Vefsíða Háskólafélags Suðurlands


Þetta vefsvæði byggir á Eplica