Grunnskólar í Árborg
Í sveitarfélaginu Árborg eru fjórir grunnskólar. Á Selfossi eru Sunnulækjarskóli, Stekkjaskóli (1. - 8. bekkur)og Vallaskóli. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er með tvær starfsstöðvar, 1-6. bekkur er staðsettur á Stokkseyri og 7-10. bekkur er staðsettur á Eyrarbakka.
Allir grunnskólarnir byggja starf sitt á lögum um grunnskóla, aðalnámskrá grunnskóla og menntastefnu sveitarfélagsins. Hver grunnskóli hefur sín einkunnarorð og sérkenni sem hægt er að kynna sér á heimasíðu hvers skóla fyrir sig. Í öllum grunnskólum er boðið uppá gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Skólaakstur er í boði innan sveitarfélagsins.




