Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fjöldi í sundlaugum Árborgar

Sundlaug Stokkseyrar

Stjörnusteinar 1a | Sími: 480 3260

Vetraropnun: mán - fös 16:30 - 20:30, lau og sun 10:00 - 15:00

Sumaropnun: mán - fös 13:00 - 21:00, lau og sun 10:00 - 17:00

Winter opening: Mon - Fri. 16:30 - 20:30, Sat. - Sun 10:00 - 15:00

Summer opening: Mon - Fri 13:00 - 21:00, Sat - Sun 10:00 - 17:00

Sundlaug Stokkseyrar er vinaleg sveitalaug í hjarta Stokkseyrar.

Laugin samanstendur af 18 metra útilaug með rennibraut, vaðlaug og tveim heitum pottum. Rúmgóðir karla- og kvennabúningsklefar eru í sundlaugarbyggingunni.

Frá sundlauginni er stutt í veitingastaði, söfn, listagallerý, kajak og fjöruna en Stokkseyri stendur alveg við suðurströndina.

Sundlaug Stokkseyrar er kærkominn áfangastaður í Árborg sem engin sér eftir að hafa heimsótt enda ekki á hverjum stað sem sundlaugargestir geta átt von á því að fá heitt kaffi eða djús í pottinn.

Athugið að:

  • Hætt er að selja inn í sundlaugarnar 15 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma.
  • Frá 1. september til 1. maí er börnum 10-12 ára vísað upp úr sundlaugum Árborgar kl. 19:30 (hætt að hleypa ofan í sundlaug kl. 19:15) svo þau hafi tíma til að komast heim til sín fyrir lok útivistartíma sem er kl. 20:00. Sé forráðamaður á svæðinu (sundlaug eða líkamrækt) geta börnin verið lengur en umræddur útivistartími enda á ábyrgð forráðamanns.  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica