Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fjöldi í sundlaugum Árborgar

Sundhöll Selfoss

Tryggvagata 15 | Sími: 480 1960

Opnunartími: mánud.- föstud. 06:30 - 21:30, laugard. - sunnud. 09:00 - 19:00

Opening hours: Monday - Friday: 06:30 - 21:30, Saturday - Sunday: 09:00 - 19:00

Sundhöll Selfoss er staðsett í miðbæjarkjarna Selfoss í göngufæri frá helstu verslun og þjónustu.

Við sundlaugina er næg bílastæði allt í kring fyrir gesti. Í Sundhöll Selfoss er barna- og 18 metra innilaug, 25 metra útilaug, barnalaug með þremur rennibrautum, vaðlaug, vatnsgufa, sauna og heitir og kaldir pottar. Fjórir búningsklefar eru við sundhöllina, tveir inniklefar og tveir útiklefar, sér búningsaðstaða er fyrir fatlaða í inni- og útiklefum. Ný viðbygging var opnuð sumarið 2015 sem gjörbylti allri aðstöðu við Sundhöllina en bætt var við barnalaug inni, nýrri afgreiðslu og stærri búningsklefum. 
Forstöðumaður Sundhallar Selfoss er Magnús Gísli Sveinsson magnus.gisli@arborg.is.

Heilsuræktarstöðin World Class hefur aðstöðu á efri hæð Sundhallarinnar en sameiginleg afgreiðsla er fyrir hana og sundlaugina. Sundhöll Selfoss er ein af stærstu sundlaugum á Suðurlandi en árlega koma um 200 þúsund gestir í laugina.

Athugið að:

  • Hætt er að selja inn í sundlaugarnar 15 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma.
  • Frá 1. september til 1. maí er börnum 10-12 ára vísað upp úr sundlaugum Árborgar kl. 19:30 (hætt að hleypa ofan í sundlaug kl. 19:15) svo þau hafi tíma til að komast heim til sín fyrir lok útivistartíma sem er kl. 20:00. Sé forráðamaður á svæðinu (sundlaug eða líkamrækt) geta börnin verið lengur en umræddur útivistartími enda á ábyrgð forráðamanns.  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica