Brú til betri vegar | Fjárhagsleg markmið um rekstur Árborgar
Fjárhagsleg markmið bæjarstjórnar Árborgar til að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins.
Þau markmið er að finna hér að neðan og í tillögum sem kallast Brú til betri vegar og var kynnt ásamt greiningu ráðgjafafyrirtækisins KPMG fyrir íbúum á opnum fundi miðvikudaginn 12. apríl 2023.
Meðal markmiða Brúarinnar er:
- Auka framlegð af rekstri að jafnaði um 500 milljónir króna árlega
- Skuldaviðmið sveitarfélagsins verði komið undir 150% eins og lög kveða á um árið 2028
- Til lengri tíma verði skuldaviðmið Árborgar ekki hærra en 120%
- Launakostnaður Árborgar verði komið í 56% af rekstrartekjum árið 2025 en það er um 60% í dag
- Seldar verða byggingarlóðir og eignir fyrir 800 m.kr. 2023
- Frá árinu 2024 er gert ráð fyrir að seldar verði eignir og byggingarlóðir fyrir 300 m.kr á ári
- Fjárfest verði fyrir u.þ.b. 2-2,5 ma.kr til ársins 2025 til að ljúka fjárfestingum við m.a. veitur, og grunnskólann Stekkjarskóla.
- Á árunum 2026-2029 verði fjárfestingar Árborgar á bilinu 1,2-1,5 ma.kr á ári.
- Öll verkefni og þjónusta sveitarfélagsins verður endurskoðuð og forgangsraðað með það að markmið að fjármál Árborgar verði aftur sjálfbær.

Ósk um tillögur til hagræðingar í rekstri Svf. Árborgar
Nú stendur yfir endurskipulagning á rekstri Sveitarfélagsins Árborgar og vill bæjarstjórn leita til íbúa eftir ábendingum og hugmyndum sem geta leitt til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins. Ekki er eingöngu verið að horfa til fjárhagslegrar hagræðingar heldur einnig hugmynda sem geta bætt og/eða gert þjónustuna skilvirkari.
Á Betri Árborg geta áhugasamir komið sínum hugmyndum og tillögum á framfæri með einföldum hætti.
Opið er fyrir hugmyndir til 01.maí
Hagteymi Svf. Árborgar mun vinna úr öllum niðurstöðum fyrir bæjarstjórn.
Fréttatilkynning frá Svf. Árborg | 12.04.2023