1. fundur Hverfisráðs Selfoss
1. fundur. Hverfisráð Selfossi.
Haldinn á Kaffi Krús þriðjudaginn 22. mars 2011.
Fundarboðari, Guðmundur Sigurðsson formaður ráðsins.
Fundurinn hófst kl. 17:30.
Mætt voru:
Guðmundur Sigurðsson, Helga R. Einarsdóttir, Sæmundur Hafsteinn Jóhannesson, Magnús Vignir Árnason og Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir.
Fundarritari Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir
Fundi lauk kl. 18:45.
Hverfisráð Selfoss 1. fundur. 22. mars 2011.
Til fundarins var boðað til að ræða möguleg verkefni ráðsins og næstu skref þess.
Verkefnin geta verið af ýmsum toga s.s:
• að virkja þjónustuaðila til samstarfs við bæjarhátíðir, t.d. verslunar- og fyrirtækjaeigendur, Samtök verslunar- og þjónustu og aðra sem sjá sér hag í að leggja saman og gera bæjarhátíðirnar sýnilegri.
• að leggja til að eitthvað af bæjarhátíðunum sem hafa verið undanfarin ár yrðu sameinaðar. Þar sem fyrir liggur nú þegar hverjar hátíðarnar verða myndi þetta verkefni bíða til vetrarins 2011-2012.
• að skoða og fylgja eftir að merkingar á íþróttahúsum sem gestir bæjarins sækja í verði lagaðar og gerðar sýnilegri. Á Iðu eru engar merkingar.
• að lögð verði áhersla á að gerður verið reiðhjóla- og göngubraut til Stokkseyrar og Eyrarbakka.
• að skoðað verði og ábendingar frá bæjarbúum fengnar í gegnum netfang ráðsins hverfisradselfoss@arborg.is um það sem betur mætti fara í umhverfi og ásýnd bæjarins.
• ráðið kynni sér opnunartími Sundhallar Selfoss yfir hátíðisdaga og hvetji til að Sundhöllin verði höfð opin sem mest til að þjónusta gesti á svæðinu.
• meðlimir ráðsins kynni sér heimasíðuna www.arborg.is með það í huga hvort ekki mætti gera síðuna notendavænni.
Hverfisráðið hefur fullan hug á að halda opinn íbúafund, helst um miðjan maí.
Næsti fundur verður þriðjudaginn 5. apríl kl. 17:30 á Kaffi Krús.