12. fundur menningarnefndar
12. fundur menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 5. október 2011 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 18:15
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista,
Björn Ingi Bjarnason, nefndarmaður D-lista,
Guðrún Halla Jónsdóttir, nefndarmaður S-lista,
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Dagskrá:
1. 1106093 - Fjárhagsáætlun 2012
Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri kemur inn á fundinn og fer yfir fjárhagsáætlunarvinnuna fyrir árið 2012. Fer einnig yfir fjárhagsstöðuna 2011 og kemur fram að menningarmálin eru innan fjárhagsramma eftir fyrstu 7 mánuðina. Menningarnefnd leggur áherslu á að fjárframlög til menningarmála verði ekki skorin niður við gerð fjárhagsáætlunar 2012. Nefndin leggur jafnframt til að menningarstyrkirnir, sem voru til úthlutunar til menningarstarfa en voru skornir niður fyrir 2 árum komi inn aftur á næsta fjárhagsári. Það hefur sýnt sig á sl. árum að öflugt og fjölbreytt menningarstarf skiptir miklu máli í samfélaginu, sérstaklega á þessum tímum. Samþykkt samhljóða.
2. 1108050 - Menningarmánuðurinn október 2011
Farið yfir lokadrög að dagskrá mánaðarins og atriði á einstökum viðburðum. Fram kom að skipulagning einstakra liða gengur vel og fékk nefndin Björn Inga Gíslason, umsjónarmann Steina spil kvöldsins inn á fundinn. Heildardagskrá menningarmánaðarins er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.arborg.is. Menningarnefndin hvetur íbúa og gesti til að taka virkan þátt í menningarmánuðinum enda fjölbreytt dagskrá í boði.
3. 1109110 - Samstarfssamningur Markaðsstofu Suðurlands og Árborgar 2011-2014
Menningarnefndin þakkar upplýsingarnar og lýsir ánægju sinni með áframhaldandi samstarf við Markaðsstofu og vonar að samstarfið verði gjöfult. Nefndin óskar eftir því að framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands komi á næsta fund nefndarinnar. Starfsmanni nefndarinnar falið að bjóða framkvæmdastjóra Markaðsstofu Suðurlands á næsta fund nefndarinnar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:50
Kjartan Björnsson
Björn Ingi Bjarnason
Guðrún Halla Jónsdóttir
Bragi Bjarnason