Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


9.11.2017

125. fundur bæjarráðs

125. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 9. nóvember 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Kjartan Björnsson, varaformaður, D-lista Ari B. Thorarensen, varamaður, D-lista Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, varamaður Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá fundargerð 43. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 8. nóvember. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1.   1701024 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
  43. fundur haldinn 8. nóvember
  -liður 3, 1609216, tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í Hagalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og að farið verði með málið skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. -liður 4, 1709001, tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag að Votmúla II. Bæjarráð samþykkir að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt. -liður 5, 1707183, ósk um breytingu á aðalskipulagi lóðarinnar Léns. Lagt er til við bæjarstjórn að aðalskipulaginu verði breytt þannig að landnotkun verði skilgreind fyrir íbúðabyggð í stað frístundabyggðar og að farið verði með málið skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Eyrún B. Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. -liður 7, 1711055, umsókn um uppskiptingu á landinu Nabba sunnan við Kaldaðarnesveg og Eyrarbakkaveg. Lagt er til við bæjarstjórn að landskiptin verði samþykkt. -liður 9, 1710081, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun vatnsveitu Grundarbæja og Skipa. Umsækjandi Vatnsveita Árborgar. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt. Ásta Stefánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. -liður 19, 1711071, framkvæmdaleyfisumsókn, göngu- og hjólreiðastígur meðfram Eyrarbakkavegi. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt. -liður 20, 1711075, umsókn um breytta landnotkun í aðalskipulagi að Eyravegi 36 og 38 í blandaða notkun þannig að heimilt verði að hafa íbúðir á efri hæðum. Lagt er til breytingin verði samþykkt og að farið verði með málið skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
     
Fundargerðir til kynningar
2.   1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki 2-1708133
  Fundur haldinn 30. október
  Lagt fram.
     
3.   1701162 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 3-1701162
  184. fundur haldinn 23. október
  Lagt fram.
     
4.   1702015 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 4-1702015
  853. fundur haldinn 27. október
  Lagt fram.
     
5.   1701154 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2017 5-1701154
  260. fundur haldinn 18. október
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
6.   1703075 - Stefna - ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um brauðbari 6-1703075
  Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands, þar sem máli Krónunnar gegn Sveitarfélaginu Árborg og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands er vísað frá dómi
  Lagt fram.
     
7.   1605097 - Viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Árnessýslu 7-1605097
  Fundargerð starfshóps vegna viðræðna um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu haldinn 19. september.
  Niðurstaða starfshópsins er að ljúka störfum án þess að skila formlegu áliti um mögulega sameiningu sveitarfélaganna átta í sýslunni. Bæjarráð Árborgar lýsir yfir áhuga á að ræða möguleika á sameiningu færri nærsveitarfélaga. Framkvæmdastjóra er falið að vinna málið áfram.
     
8.   1711019 - Rekstraráætlun Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka 2018 8-1711019
  Rekstraráætlun frá safnstjóra Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka fyrir árið 2018
  Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15.  
Kjartan Björnsson   Ari B. Thorarensen
Eggert Valur Guðmundsson   Eyrún Björg Magnúsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson   Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica