Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.2.2018

136. fundur bæjarráðs

136. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 15. febrúar 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, varamaður Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801008 - Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018
  37. fundur haldinn 5. febrúar
  Fundargerðin staðfest.
     
2.   1801006 - Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018
  47. fundur haldinn 7. febrúar
  -liður 9, 1801324 deiliskipulagsbreyting við leikskólann Álfheima. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskiplagsbreytingin verði auglýst. -liður 12, 1705111 tillaga að deiliskipulagi fyrir Austurveg 52-60a. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskiplagsbreytingin verði auglýst. -liður 13, 1707183, tillaga að óverulegri aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags við Lén við Votmúlaveg. Lagt er til við bæjarstjórn að breyting á aðalskiplagi og deiliskipulagi verði samþykkt. -liður 14, 1802027, tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir HSU, reit við Árveg, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskiplagsbreytingin verði auglýst. -liður 16, 1711056, tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Dísastaðalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir hluta Asparlands, Bjarmalands, Fagralands og Huldulands verði auglýst. Fundargerðin staðfest.
     
3.   1801003 - Fundargerðir fræðslunefndar 2018
  40. fundur haldinn 8. febrúar
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
4.   1802043 - Fundargerðir öldungaráðs Árborgar 2018 1802043
  5. fundur haldinn 1. febrúar
  -liður 1, 1801293, frístundastyrkur fyrir eldri borgara. Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. Bæjarráð felur félagsmálastjóra að afla upplýsinga um frístundastyrki og afsláttarkjör sveitarfélaga af sundkortum o.þ.h. í öðrum sveitarfélögum. -liður 2, 1801292, afsláttur af fasteignaskatti og fráveitugjaldi. Bæjarráð bendir á að reglurnar voru endurskoðaðar í desember 2013. Bæjarráð felur fjármálastjóra að afla upplýsinga um viðmiðunartekjur varðandi afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi í öðrum sveitarfélögum.
     
5.   1802059 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018 1802059
  263. fundur haldinn 30. janúar
  Lagt fram.
     
6.   1802004 - Fundargerðir stjórnar SASS 2018 1802004
  529. fundur haldinn 2. febrúar
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
7.   1802040 - Styrkbeiðni - ungbarnasundkennararáðstefna á Selfossi 2018 1802040
  Beiðni Busla, félags ungbarnasundkennara, dags. 5. febrúar, um styrk vegna samnorrænnar ungbarnasundkennararáðstefnu sem verður haldin á Selfossi í október nk.
  Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa að ræða við styrkbeiðendur.
     
8.   1801286 - Umsókn um stofnun nýrrar lóðar - Stardalur 1801286
  Beiðni, dags. 7. febrúar, um breytingar á lóð Stardals 1.
  Bæjarráð samþykkir að skipulags- og byggingarnefnd láti stofna sérstaka lóð sem verði úthlutað í samræmi við erindið.
     
9.   1802086 - Beiðni - greining á þörf íbúa og fyrirtækja fyrir þrífasa rafmagn 1802086
  Erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðaneytinu, dags. 8. febrúar, þar sem óskað er eftir að veittar verði upplýsingar um hvar sé mest og brýnasta þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn í sveitarfélaginu.
  Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitusviðs.
     
10.   1702249 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2017
  Rekstraryfirlit janúar - desember 2017
  Lagt var fram rekstraryfirlit fyrir janúar til desember.
     
Erindi til kynningar
11.   1802083 - Ábending - þéttleiki byggðar og fjarlægðir í verslun á Selfossi 1802083
  Erindi, dags. 8. febrúar, þéttleiki skóla og verslunar á Selfossi. Ábending frá Ragnari Viðarssyni.
  Við endurskoðun aðalskipulags verður horft til þeirra þátta sem nefndir eru í erindinu. Bent er á að verslunar- og þjónustulóðir eru á því svæði sem nú er verið að deiliskipuleggja í landi Björkur.
     
12.   1711262 - Áfangastaðaáætlun DMP fyrir Suðurland 1711262
  Minnisblað yfir stöðu á áfangastaðaáætlun DMP, vinnulagi, erindi sem sent var SASS o.fl.
  Lagt fram.
     
 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:20.  
Gunnar Egilsson   Ari B. Thorarensen
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica