19.3.2015
31. fundur bæjarráðs
31. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 19. mars 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista,
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1.
1501029 - Fundargerð félagsmálanefndar
8. fundur haldinn 9. mars
Fundargerðin staðfest.
2.
1501030 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar
8. fundur haldinn 11. mars
Fundargerðin staðfest.
3.
1501031 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
11. fundur haldinn 11. mars
Fundargerðin staðfest.
4.
1501028 - Fundargerð fræðslunefndar
8. fundur haldinn 12. mars
Fundargerðin staðfest. Bæjarráð tekur undir hamingjuóskir fræðslunefndar til Más Ingólfs Mássonar og Leifs Viðarssonar vegna verkefnis þeirra, Námsefnisbankans, sem keppti til úrslita í Gullegginu 2014.
Almenn afgreiðslumál
5.
1403276 - Rekstraryfirlit 2014
Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri kom inn á fundinn. Lagt var fram rekstraryfirlit.
6.
1503158 - Vilyrði fyrir lóðum í miðbæ Selfoss, beiðni Sigtúns þróunarfélags ehf um vilyrði fyrir lóðum
Eftirfarandi var lagt fram og samþykkt samhljóða:
Undirritaðir aðilar, Sveitarfélagið Árborg kt. 650598-2029, Austurvegi 2, 800 Selfoss annars vegar og hins vegar Sigtún þróunarfélag ehf., kt. 551012-1310, Efstasundi 87, 104 Reykjavík senda frá sér: Yfirlýsingu um framkvæmdir á u.þ.b. 1,6 ha svæði við miðbæ Selfoss n.t.t. við miðbæjargarðinn á Selfossi.
Þá er Sigtúni þróunarfélagi ehf. veitt svofellt: Vilyrði fyrir lóðaúthlutun.
Sigtún þróunarfélag ehf. hefur óskað eftir því við sveitarfélagið að fá úthlutað svæði í miðbæjargarðinum á Selfossi. Svæðið er afmarkað á meðfylgjandi uppdrætti sem merktur er fylgiskjal nr. I með samkomulagi þessu og telst hluti þess.
Forsvarsmenn Sigtúns þróunarfélags ehf. hafa upplýst að þeir hyggist skipuleggja allt svæðið í heild, á sinn kostnað.
Komi til þess að Sigtúni Þróunarfélagi ehf. verði formlega úthlutað nefndu svæði þá verður það m.a. gert með neðangreindum skilyrðum:
Sigtún þróunarfélag ehf. skuldbindur sig til þess að sjá um og kosta gerð deiliskipulags fyrir svæðið í heild sinni og leggja fyrir sveitarfélagið til umfjöllunar og afgreiðslu.
Sigtúni þróunarfélagi ehf. er óheimilt að framselja og/eða veðsetja réttindi og skyldur sem fylgja nefndu svæði, hverju nafni sem nefnast, nema með samþykki sveitarfélagsins.
Komi til úthlutunar á framangreindri lóð/svæði til Sigtúns þróunarfélags ehf. þá verða gerðir lóðarleigusamningar fyrir hverja lóð fyrir sig á svæðinu, sem skulu allir m.a. innihalda framangreind efnisatriði.
Sigtún þróunarfélag ehf. skuldbindur sig til þess að greiða gatnagerðargjöld og öll önnur byggingargjöld til sveitarfélagsins þ.m.t. tengigjöld, sem lögð verða á húsbyggingar á viðkomandi lóðum, , í samræmi við gildandi gjaldskrár á hverjum tíma. Sveitarfélagið Árborg mun annast gatnagerð á svæðinu.
Reglur um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg skulu hafðar til viðmiðunar og leiðbeiningar varðandi framkvæmdir á svæði því er samkomulag þetta tekur til.
Komi til formlegrar lóðaúthlutunar skal frestur lóðarhafa til að hefja framkvæmdir á svæðinu vera 8 mánuðir frá því að lóð telst vera tilbúin fyrir byggingarframkvæmdir. Lóð telst tilbúin fyrir byggingarframkvæmdir þegar gatnagerð er lokið og stofnkerfi lagna við viðkomandi lóð er tilbúið. Framkvæmdir teljast hafnar þegar sökklar undir byggingu hafa verið steyptir. Framlenging á frestinum kemur því aðeins til greina að Sigtún Þróunarfélag ehf. sæki um slíkt skriflega áður en fresturinn rennur út og geti fært fram rök fyrir slíkri beiðni. Óheimilt er að veita lengri frest en sem nemur 4 mánuðum.
Úthlutun mun falla úr gildi ef frestur rennur út án þess að Sigtún þróunarfélag ehf. hefji byggingarframkvæmdir eða setji fram rökstudda beiðni um lengri frest.
Komi til formlegrar úthlutunar og framkvæmdir hafa ekki hafist innan framangreinds frests þá telst úthlutun lóða á svæði því er samkomulag þetta tekur til niður fallin. Lóðirnar munu þá falla aftur til Sveitarfélagsins Árborgar, án nokkurrar endurgreiðslu til lóðarhafa á gjöldum eða kostnaði sem hann kann að hafa innt af hendi. Framkvæmdir sem kunna að hafa átt sér stað á svæðinu falla þá án endurgjalds til sveitarfélagsins.
Lóðarleigusamninga fyrir lóðir á svæðinu verða ekki gerðir fyrr en eftirfarandi skilyrðum hefur verið fullnægt:
a) Að öll gjöld hafi verið greidd til sveitarfélagsins.
b) Lokið skal við að steypa sökkla og plötu fyrir allar byggingar á svæðinu.
c) Eignaskiptayfirlýsing skal liggja fyrir, sbr. 16.gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 með síðari breytingum.
Lóðarhafa er óheimilt að framselja leigurétt sinn fyrr en lóðarleigusamningur hefur verið gerður og honum þinglýst. Lóðarhafi ber kostnað af þinglýsingu lóðarleigusamningsins. Framsal lóðarleiguréttarins er háð samþykki sveitarfélagsins.
Sigtún þróunarfélag ehf. skuldbindur sig til þess að ljúka öllum framkvæmdum á svæði því er um ræðir innan fjögurra ára frá því að formleg úthlutun svæðisins á sér stað, með tilkynningu þar um.
Vilyrði þetta er veitt til 6 mánaða. Sigtún þróunarfélag ehf. getur sótt um framlengingu á gildistíma vilyrðis þessa ef lóð er ekki byggingarhæf, af ástæðum sem varða sveitarfélagið, innan þess tíma sem vilyrðið gildir. Endanleg úthlutun getur aldrei farið fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu, sé hennar þörf, sýnt hefur verið fram á fjármögnun fyrirhugaðra framkvæmda og að fengnu endanlegu samþykki bæjarstjórnar.
Lögð var fram eftirfarandi bókun:
Bæjarráð fagnar því að aðilar séu komnir fram með áhugaverðar og metnaðarfullar hugmyndir um framtíðaruppbyggingu miðbæjarins á Selfossi. Verði þessar hugmyndir að veruleika mun það skipta gríðarlegu máli fyrir ímynd sveitarfélagsins og framtíðarstöðu. Bæjarráð leggur ríka áherslu á gott samráð og kynningu fyrir íbúa sveitarfélagsins. Þetta er sérlega mikilvægt þar sem þær hugmyndir sem kynntar hafa verið eru verulega frábrugðnar því skipulagi sem er í gildi á svæðinu. Það er von bæjarráðs að vel takist til hjá félaginu að uppfylla þær kröfur sem bæjarfélagið fer fram á og koma fram í viljayfirlýsingu milli aðila svo hægt verði að ganga frá endanlegri úthlutun svæðisins til félagsins.
Erindi til kynningar
7.
1503107 - Kynning - húsaleigufélag á Stokkseyri
Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum frá Erlingsson ehf um aðkomu sveitarfélagsins að þeim hugmyndum sem settar eru fram í bréfinu.
8.
1503071 - Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um fólksflutninga á landi
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambandsins íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið.
9.
1310121 - Samskipti við eftirlitsnefnd með fjármál um sveitarfélaga til kynningar að beiðni Helga S. Haraldssonar
Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30.
Gunnar Egilsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert V. Guðmundsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Viðar Helgason
Ásta Stefánsdóttir