Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.2.2018

43. fundur bæjarstjórnar

43. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 21. febrúar 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.   

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri
Gunnar Egilsson, D-lista
Kjartan Björnsson, D-lista
Ari Björn Thorarensen, D-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista.
 Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. 

 Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá: 

 I. Fundargerðir til staðfestingar 
1.
a) 1701028
            46.Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar   46. fundur       frá 6. desember          
b) 1801005             47.Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar   47. fundur frá 9. janúar                 
c) 132. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 18. janúar 

2.
a) 1801006
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  46. fundur frá 17. janúar      
b) 1801003             Fundargerð fræðslunefndar 39. fundur frá 18. janúar  
c) 133. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 25. janúar              
Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 133. fund bæjarráðs til   afgreiðslu:

 -          liður 2, málsnr. 1712152 - Beiðni um breytingu á skipulagsskilmálum að Hraunhellu 19, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar verði staðfest.
 -          liður 3, málsnr. 1801092 - Beiðni um breytingar á lóðinni að Austurvegi 65, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingarnar verði samþykktar.  
Úr fundargerð fræðslunefndar samanber 133. fund bæjarráðs til afgreiðslu:
 -          liður 6, málsnr. 1801044 - Verklagsreglur fagráðs sérdeildar Suðurlands, starfsreglur sérdeildar Suðurlands og reglur um innritun og útskrift nemenda sérdeildar. Lagt til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar. 

3.
a) 1801008
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar   36. fundur frá 24. janúar 
b) 134. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 1. febrúar                
Úr fundargerð 134. fundar bæjarráðs til afgreiðslu:
 
 -           liður 2, málsnr. 1710009 – Húsnæðisáætlun Árborgar.
Lagt er til við bæjarstjórn að húsnæðisáætlunin verði samþykkt.    

4.
a) 1801005
            Fundargerð framkvæmda – og veitustjórnar 48. fundur frá 31. janúar   
b) 1801004             Fundargerð félagsmálanefndar 34. fundur frá 30. janúar            
c) 135. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 8. febrúar  
 Úr fundargerð félagsmálanefndar, samanber fundargerð 135. fundar bæjarráðs til afgreiðslu:   
  -          liður 2, málsnr. 1801220 - Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
 -          liður 3, málsnr. 1801221 - Reglur um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
 -          liður 4, málsnr. 1801222 - Reglur um daggæslu barna í heimahúsum í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar. 

5.
a) 1801008             Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 37. fundur frá 5. febrúar              
b) 1801006             Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 47. fundur frá 7. febrúar            
c) 1801003             Fundargerð fræðslunefndar 40. fundur frá 8. febrúar    
d) 136. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 15. febrúar             
Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 136. fund bæjarráðs til afgreiðslu: -          liður 9, málsnr. 1801324 - Deiliskipulagsbreyting við leikskólann Álfheima. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskiplagsbreytingin verði auglýst. -          liður 12, málsnr. 1705111 - Tillaga að deiliskipulagi fyrir Austurveg 52-60a. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst. -          liður 13, málsnr. 1707183 - Tillaga að óverulegri aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags við Lén við Votmúlaveg. Lagt er til við bæjarstjórn að breyting á aðalskiplagi og deiliskipulagi verði samþykkt. -          liður 14, málsnr. 1802027 - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir HSU, reit við Árveg, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskiplagsbreytingin verði auglýst. -          liður 16, málsnr. 1711056 - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Dísastaðalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir hluta Asparlands, Bjarmalands, Fagralands og Huldulands verði auglýst. 

6.
a) 1801006
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar       48. fundur     frá 16. febrúar             Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu: 
-          liður 1, málsnr. 1603203 - Aðalskipulagsbreyting á miðbæ við hringtorg, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir borist. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi Árborgar og tekin verði afstaða til framkominna athugasemda.
 -          liður 2, málsnr. 1507134 - Tillaga að deiliskipulagi miðbæjar á Selfossi, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir borist. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á tillögunni og tekin verði afstaða til framkominna athugasemda.    
 -          liður 1 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 9. janúar, lið 2, málsnr. 1801035 – Stofnlagnir hitaveitu 2018.
 -          liður 1 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 18. janúar, lið 9, málsnr. 1801100 – Beiðni um vilyrði fyrir lóð í Eyrarbakkafjöru. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.  
 -          liður 2 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 25. janúar, lið 3, málsnr. 1801135 – Afsláttur af hitaveitugjaldi fyrir sæbjúgnaeldi. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.  
 -          liður 2 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 25. janúar, lið 6, málsnr. 1801177- Fjárveitingar til íþróttafélaga og félagasamtaka.     liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. janúar, liður 2, málsnr. 1712152 – Beiðni um breytingu á skipulagsmálum að Hraunhellu 19, Selfossi. Lagt er til að eftirfarandi afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar verði staðfest: Tekið er fyrir erindi frá eiganda Hraunhellu 19 þar sem óskað er eftir heimild til þess að víkja frá hámarkshæð byggingar á lóðinni frá því sem kemur fram í deiliskipulagsskilmálum. Erindi eiganda Hraunhellu 19 hefur verið grenndarkynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og bárust athugasemdir frá eigendum nærliggjandi fasteigna sem andmæltu umbeðnum breytingum. Samkvæmt gildandi deiliskipulagsskilmálum má hámarkshæð byggingarinnar mest vera 7,2 m frá uppgefnum gólfkóta. Á lóðarblaði fyrir lóðina nr. 19 fyrir Hraunhellu eru gefnir út fastir hæðarkótar lóðarinnar á lóðarmörkum og gólfkóti hússins sem er 20,1 m. Samkvæmt deiliskipulagsskilmálunum má leyfa allt að 10 cm frávik frá uppgefnum gólfkóta. Að framangreindu virtu þykir ekki ástæða til þess að víkja frá gildandi deiliskipulagsskilmálum er varða hámarkshæð byggingarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn skv. framansögðu að hafna erindi eiganda Hraunhellu 19.  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
 -          liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. janúar, liður 3, málsnr. 1801092
– Beiðni um breytingu á lóðinni að Austurvegi 65, Selfossi.
Lagt er til að breytingar verði samþykktar. Tillagan var borin undur atkvæði og samþykkt samhljóða.
 -          liður 2 b) Fundargerð fræðslunefndar frá 18. janúar, liður 6, málsnr. 1801044
- Verklagsreglur fagráðs sérdeildar Suðurlands, starfsreglur sérdeildar Suðurlands og reglur um innritun og útskrift nemenda sérdeildar.
Lagt til að reglurnar verði staðfestar. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 -          liður 3 b) Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 1. febrúar, lið 3, málsnr. 1712158 – Einelti í grunnskólum.  
 -          liður 3 a) Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. janúar, lið 6, málsnr. 1510110 – Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
 -          liður 3 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. janúar, lið 3, málsnr. 1612036 –  Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu Árborgar.
 -          liður 3 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. janúar, lið 2, málsnr. 1711059 –Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2018.
 -          liður 3 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. janúar, lið 5, málsnr. 1801149 – Samstarfssamningur við Kvenfélag Selfoss.
 -          liður 3 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 24. janúar, lið 8, málsnr. 1801184 – Upplýsingagátt á heimasíðu SSÍ - umræða um kynferðisofbeldi í íþróttum.
 -          liður 4 a) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 31. janúar, lið 3, málsnr. 1801208 – Göngu- og hjólastígar 2018 með styrk frá Vegagerðinni.
 -          liður 3 b) Fundargerð bæjarráðs frá 1. febrúar, liður 2, málsnr. 1710009 - Húsnæðisáætlun Árborgar. Lagt er til að húsnæðisáætlunin verði samþykkt.    Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 -          liður 4 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 30. janúar, liður 2, málsnr. 1801220 - Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til að reglurnar verði samþykktar.  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls. Tillagan var borun undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum, bæjarfulltrúi Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, sat hjá.  
 -          liður 4 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 30. janúar, liður 3, málsnr. 1801221 - Reglur um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til að reglurnar verði samþykktar. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum, bæjarfulltrúi Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, sat hjá.  
 -          liður 4 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 30. janúar, liður 4, málsnr. 1801222 - Reglur um daggæslu barna í heimahúsum í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til að reglurnar verði samþykktar. 
 -          Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
-          liður 5 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 5. febrúar, lið 1, málsnr. 1802011 – Afmælistónleikar á Vori í Árborg. Kjartan Björnsson, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.                
 -          liður 5 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. febrúar, liður 9, málsnr. 1801324 - Deiliskipulagsbreyting við leikskólann Álfheima. Lagt er til að deiliskiplagsbreytingin verði auglýst. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 -          liður 5 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. febrúar, liður 12, málsnr. 1705111 - Tillaga að deiliskipulagi fyrir Austurveg 52-60a. Lagt er til að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 -          liður 5 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. febrúar, liður 13, málsnr. 1707183 - Tillaga að óverulegri aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags við Lén við Votmúlaveg. Lagt er til að breyting á aðalskiplagi og deiliskipulagi verði samþykkt. Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, vék af fundi við afgreiðslu málsins. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 -          liður 5 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. febrúar, liður 14, málsnr. 1802027 - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir HSU, reit við Árveg, Selfossi. Lagt er til að deiliskiplagsbreytingin verði auglýst. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 -          liður  5 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. febrúar, liður 16, málsnr. 1711056 - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Dísastaðalandi. Lagt er til  að tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir hluta Asparlands, Bjarmalands, Fagralands og Huldulands verði auglýst. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Gert var fundarhlé. Fundi fram haldið.
 -          liður 6 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. febrúar, liður 1, málsnr. 1603203 - Aðalskipulagsbreyting miðbær við hringtorg, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir borist.
Lagt er til að samþykkt verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi Árborgar og tekin verði eftirfarandi afstaða til framkominna athugasemda: Sveitarfélaginu Árborg bárust alls sjö erindi með athugasemdum við tillögur að breyttu aðalskipulagi fyrir Árborg.
1) Athugasemd frá Sigurði Rúnari Rúnarssyni, dags. 28. ágúst 2017, móttekin 28. ágúst 2017.
2) Athugasemd frá Axel Sigurðssyni, móttekin 29. ágúst 2017.
3) Athugasemd frá Steindóri Guðmundssyni og Klöru Öfjörð, móttekin 29. ágúst 2017.
4) Athugasemd frá Lindu Ásdísardóttur, móttekin 29. ágúst 2017.
5) Athugasemd frá Ingunni Guðmundsdóttur og Kristni G. Kristinssyni, móttekin 29. ágúst 2017.
6) Athugasemd frá Magnúsi Karel Hannessyni, móttekin 29. ágúst 2017.
7) Athugasemd frá Rögnu Björk Ragnarsdóttur og Kristjáni Helgasyni, móttekin 29. ágúst 2017.
Sérstaklega skal tekið fram að margt sem kom fram í framkomnum athugasemdum varðar ekki breytingartillöguna með beinum hætti. Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki þörf á að svara í bókun þessari þeim athugasemdum sem ekki varða aðalskipulagstillöguna með efnislegum hætti. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi Árborgar og tekin verði eftirfarandi afstaða til framkominna athugasemda.
 

 1. Athugasemd frá Sigurði Rúnari Rúnarssyni Samantekt athugasemdar: Gerð er athugasemd við fjórðu tenginguna við Tryggvatorg enda sé hún líkleg til þess að valda vandamálum í sambandi við umferðarflæði um Selfoss. Umsögn skipulags- og bygginganefndar: Í samráði við Vegagerðina hefur verið unnið að umbótum á deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Selfoss auk þess sem gripið hefur verið til annarra ráðstafana til þess að auka umferðarflæði og öryggi vegfarenda. Greining á umferðarflæði hefur verið unnin í tengslum við breytingar á aðalskipulagi og samkvæmt umferðarhermum eru áhrif óveruleg á afkastagetu Tryggvatorgs. Þá gerir Vegagerðin ráð fyrir því að umferð um Tryggvatorg minnki um u.þ.b. 40% við færslu Suðurlandsvegar austur fyrir Selfoss. 

 2. Athugasemd frá Axel Sigurðssyni Samantekt athugasemdar: Gerð er athugasemd við að í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi komi fram að engin byggðasérkenni móti miðbæjarsvæðið á Selfossi. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi kemur fram að miðsvæðið búi ekki yfir sérkennum sem vert er að byggja á tillögugerð að framtíðaruppbyggingu svæðisins. Í því felst ekki fullyrðing um að engin sérkenni séu á byggðinni. Meiri hluti byggðar á Selfossi er frá síðari hluta 20. aldar. Byggð á miðbæjarsvæðinu er töluvert gisin og einkennist að stórum hluta af umferðarmiklum götum og stórum bílastæðum. Markmið aðalskipulagsins er áfram að reisa þétta byggð með fjölbreyttu yfirbragði ólíkra húsa sem tekur mið af núverandi byggð. 

 3. Athugasemd frá Steindóri Guðmundssyni og Klöru Öfjörð Samantekt athugasemdar: Gerð er athugasemd við að í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi komi fram að engin byggðasérkenni móti miðbæjarsvæðið á Selfossi. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi kemur fram að miðsvæðið búi ekki yfir sérkennum sem vert er að byggja á tillögugerð að framtíðaruppbyggingu svæðisins. Í því fellst ekki fullyrðing um að engin sérkenni séu á byggðinni. Meiri hluti byggðar á Selfossi er frá síðari hluta 20. aldar. Byggð á miðbæjarsvæðinu er töluvert gisin og einkennist að stórum hluta af umferðarmiklum götum og stórum bílastæðum. Markmið aðalskipulagsins er áfram að reisa þétta byggð með fjölbreyttu yfirbragði ólíkra húsa sem tekur mið af núverandi byggð. 

4. Athugasemd frá Lindu Ásdísardóttur Samantekt athugasemdar: Gerð er athugasemd við að í tillögu að breyttu aðalskipulagi sé ekki stefnumiðið að byggja á núverandi byggðasérkennum miðbæjarsvæðis á Selfossi. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi kemur fram að miðsvæðið búi ekki yfir sérkennum sem vert er að byggja tillögugerð að framtíðaruppbyggingu svæðisins á. Meiri hluti byggðar á Selfossi er frá síðari hluta 20. aldar. Byggð á miðbæjarsvæðinu er töluvert gisin og einkennist að stórum hluta af umferðarmiklum götum og stórum bílastæðum. Markmið aðalskipulagsins er áfram að reisa þétta byggð með fjölbreyttu yfirbragði ólíkra húsa sem tekur mið af núverandi byggð. 

 5. Athugasemd frá Ingunni Guðmundsdóttur og Kristni G. Kristinssyni Samantekt athugasemdar: Gerð er athugasemd við að ekki hafi verið fylgt málsmeðferðarreglum skipulagslaga nr. 123/2010 vegna tillögu að breyttu aðalskipulagi. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Tillaga að breyttu aðalskipulagi fékk þá málsmeðferð sem áskilin er í 30. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin var ekki metin óveruleg eins og fram kemur í athugasemd. 

 6. Athugasemd frá Magnúsi Karel Hannessyni Samantekt athugasemdar: Gerð er athugasemd við að í tillögu að breyttu aðalskipulagi sé ekki stefnumiðið að byggja á núverandi byggðasérkennum miðbæjarsvæðis á Selfossi og að fyrirhuguð breyting á greinargerð sé óþörf. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi kemur fram að miðsvæðið búi ekki yfir sérkennum sem vert er að byggja á tillögugerð að framtíðaruppbyggingu svæðisins. Meiri hluti byggðar á Selfossi er frá síðari hluta 20. aldar. Byggð á miðbæjarsvæðinu er töluvert gisin og einkennist að stórum hluta af umferðarmiklum götum og stórum bílastæðum. Markmið aðalskipulagsins er áfram að reisa þétta byggð með fjölbreyttu yfirbragði ólíkra húsa sem tekur mið af núverandi byggð. 

 7. Athugasemd frá Rögnu Björk Ragnarsdóttur og Kristjáni Helgasyni Samantekt athugasemdar: Gerð er athugasemd við að tillaga að breyttu aðalskipulagi hafi verið illa auglýst. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Tillaga að breyttu aðalskipulagi fékk þá málsmeðferð sem áskilin er í lögum og reglugerðum. Tillagan var auglýst í samræmi við gildandi reglur.  Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.  

 Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum bæjarfulltrúa B-, D- og Æ lista, gegn 2 atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista.  

 -          liður 2, málsnr. 1507134 - Tillaga að deiliskipulagi miðbæjar á Selfossi, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir borist. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á tillögunni og tekin verði eftirfarandi afstaða til framkominna athugasemda: Sveitarfélaginu Árborg bárust alls tuttugu erindi með athugasemdum við tillögur að breyttu deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss. 

1) Athugasemd frá Ingu Láru Baldvinsdóttur, móttekin 29. ágúst 2017. 

2) Athugasemd frá Steinunni Pálsdóttur, móttekin 26. ágúst 2017. 

3) Athugasemd frá Sigurði Rúnari Rúnarssyni, móttekin 28. ágúst 2017. 

4) Athugasemd frá Ragnari Geir Brynjólfssyni, móttekin 28. ágúst 2017. 

5) Athugasemd frá Gunnari Marel Hinrikssyni, móttekin 28. ágúst 2017. 

6) Athugasemd frá Guðmundi S. Brynjólfssyni, móttekin 28. ágúst 2017. 

7) Athugasemd frá Eiríki Þórkelssyni f.h. Knútsborgar ehf., móttekin 28. ágúst 2017 þar sem einnig er vísað til athugasemdar frá Hrafnhildi Kristinsdóttur hdl. f.h. Knútsborgar ehf., dags. 19. júlí 2016, móttekin 21. júlí 2016 við fyrri deiliskipulagstillögu. 

8) Athugasemd frá Jóni Árna Vignissyni, móttekin 28. ágúst 2017 þar sem vísað er til athugasemda við fyrri deiliskipulagstillögu, dags. 28. júlí 2016. 9) Athugasemd frá Bárði Guðmundarsyni f.h. húsfélagsins Austurvegi 6, móttekin 25. ágúst 2017. 

10) Athugasemd frá Öldu Sigurðardóttur og Jóni Özuri Snorrasyni, móttekin 28. ágúst 2017. 

11) Athugasemd frá Axel Sigurðssyni, móttekin 29. ágúst 2017. 

12) Athugasemd frá Steindóri Guðmundssyni og Klöru Öfjörð, móttekin 29. ágúst 2017. 

13) Athugasemd frá Lindu Ásdísardóttur, móttekin 29. ágúst 2017. 

14) Athugasemd frá Aldísi Sigfúsdóttur, móttekin 29. ágúst 2017. 

15) Athugasemd frá Ingunni Guðmundsdóttur og Kristni G. Kristinssyni, móttekin 29. ágúst 2017. 

16) Athugasemd frá Magnúsi Karel Hannessyni, móttekin 29. ágúst 2017. 

17) Athugasemd frá 405 aðilum sem undirrituðu rafrænan undirskriftarlista, afhentur í nafni Hólmfríðar Einarsdóttur, Davíðs Kristjánssonar, Axels Sigurðssonar, Magnúsar Ragnars Magnússonar, Klöru Öfjörð, Steindórs Guðmundssonar, Bjarkar Reynisdóttur, Sigurðar Magnússonar og Gísla Ragnars Kristjánssonar, móttekin 29. ágúst 2017. 

18) Athugasemd gerð með undirskriftarlista frá 112 aðilum, móttekin 29. ágúst 2017. 

19) Athugasemd gerð með undirskriftarlista frá 232 aðilum, móttekin 29. ágúst 2017. 

20) Athugasemd frá Rögnu Björk Ragnarsdóttur og Kristjáni Helgasyni, móttekin 28. júlí 2016 við fyrri deiliskipulagstillögu. Sérstaklega skal tekið fram að margt sem kom fram í framkomnum athugasemdum varðar ekki breytingartillöguna með beinum hætti. Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki þörf á að svara í bókun þessari þeim athugasemdum sem ekki varða deiliskipulagstillöguna með efnislegum hætti. Breytingar hafa verið gerðar á auglýstum skipulagstillögum til samræmis við umsagnir umsagnaraðila og að hluta hefur verið komið á móts við þær athugasemdir sem bárust sveitarfélaginu. Á uppdrætti deiliskipulagstillögunnar hafa verið gerðar eftirfarandi breytingar: 

1. Merkingu fyrir „TORGSVÆÐI“ breytt í „TORGSVÆÐI OG LÓÐIR“. 

2. Bætt við merkingum fyrir einstefnugötur. 

3. Merkingu fyrir „INNKEYRSLA Í BÍLAKJALLARA“ breytt í „INN-ÚTKEYRSLA Í BÍLAKJALLARA“. 

4. Leigulóð við Eyraveg 5 sett inn á uppdrátt, fær númer 9 við Kirkjuveg. Einnig er bætt við merkingu fyrir lóðina 5a við Eyraveg. Bílastæðalóð við Kirkjuveg fær númerið 7. 

5. Vegna 4.liðs breytist lóðin B-gata 1 og byggingarreitur hennar. 

6. Vegna 4.liðs verða til 11 bílastæði við Kirkjuveg 11. 

7. Vegna 4. liðs er fremsti hluti B-götu næst Kirkjuvegi færður til, einnig gerðar smávægilegar lagfæringar á breidd vistgatna þannig að göturýmið er a.m.k 10m breitt frá húsi í hús. 

8. Vegna 7.liðs verða smávægilegar breytingar á lóðarstærðum á öllu vestursvæðinu. 

9. Bæjargarðurinn er stækkaður á kostnað stærðar lóðanna B-götu 2 og B-götu 4. 

10. Kvöð um gönguleið er bætt við lóðina B götu 4 og sett á uppdrátt á lóðinni Austurvegi 4. 

11. Lóðinni C-götu 1 er skipt upp í 2 lóðir sitt hvorum megin götu og til verða lóðirnar C-gata 1 og C-gata 2. 

12. Lóðarstærð á Austurvegi 6 breytt í 897m2. 

13. Byggingareitir á Eyravegi 3, 5 og 5a eru breikkaðir til suðurs. 

14. Heimiluð er breyting á Eyravegi 7, byggja má við húsið eða rífa og byggja stærra hús 

15. Merkingum fyrir bílastæði fyrir hreyfihamlaða er bætt við. 

16. Fækkað er um tvö bílastæði í B-götu, en fjölgun um eitt stæði við Kirkjuveg. 

17. Bílastæði við B-götu sem tilheyra Austurvegi 4a eru færð vestar til að auka sjónsvið við gatnamót Sigtúns. 

18. Fækkað er um eitt bílastæði framan við Eyraveg 3 næst innkeyrslu á bílastæði á baklóð, til að auka sjónsvið. Einnig er miðeyjum breytt lítillega til að koma í veg fyrir vinstri beygju frá Eyravegi inn á fyrrgreint bílstæði. 

19. Fyrirkomulagi á bílastæðum og römpum á lóðunum A-götu 2 og B-götu 6 breytt þannig að rampi er færður til á A-götu 2 og rampa er bætt við vegna bílakjallara á B-götu 6. 

20. Merkt er inn kvöð lóða samkvæmt kafla "4.8 Tenging við bæjargarð" í greinargerð, skipulags- og byggingarskilmálum. 

21. Merktar eru inn mögulegar fornleifar skv. fornleifaskráningu. Á greinargerð deiliskipulagstillögunnar hafa verið gerðar eftirfarandi breytingar: 

1. Upplýsingar um núverandi byggingar leiðréttar og lóðarstærðum bætt við í kafla 1.4.5. 

2. Í kafla 1.6 húsaskrá er bætt við að húsið að Eyravegi 3 er einnig steinsteypt. 

3. Í kafla 1.8 Minjar er bætt við texta um fornleifaskráningu samkvæmt bréfi Minjastofnunar Íslands: Reykjavík 3. ágúst 2017, MÍ201708-0005/6.09/KM. 

4. Mynd 3 svæðaskipting deiliskipulags er endurskoðuð, m.a. er lóðum bætt við og byggingarmagn aukið á lóðunum 5, 5a og 7 við Eyraveg. Byggingarmagn er minnkað á lóðinni C-götu 1 enda var lóðin minnkuð. 

5. Stærðum í töflu í kafla 2.2 hefur verið breytt lítillega. 

6. Í kafla 2.5.4 er bætt við textanum: „Einnig eru sýnd bílastæði fyrir hreyfihamlaða á deiliskipulagsuppdrætti.“ Þar er einnig bætt við texta um að sérlóð fyrir bílastæði milli Sigtúns og Tryggvagötu þjóni fyrst og fremst lóðunum Austurvegi 6, 8 og 10. 

7. Í kafla 2.6.5 er gerð smávægileg textabreyting, þ.e. tekinn út texti aftast í 1. málsgrein: „ef sótt er um breytingar á húsum.“ 

8. Í kafla 3.6 er gerð textabreyting þannig að tekið er út að heimilt sé að reisa girðingar og þess vegna einnig tekin út setningin um samráð um framkvæmdir. Þess í stað er bætt við texta um að ekki sé heimilt að reisa girðingar. 

9. Í kafla 4.2 eru upplýsingar um stærðir lóða felldar út, en vísað í kafla 1.4.5. 

10. Í kafla 4.3 og 4.4 er bætt við texta um bílakjallara og tiltekið að stærð þeirra kemur til viðbótar uppgefnu nýtingarhlutfalli lóðanna sem kemur fram í töflu í kafla 2.2. 

11. Í kafla 4.5 er bætt við texta: „Heimilt er að byggja einn turn sem hluta af byggingu og má hann að hámarki vera 2x2m að grunnfleti og ná að hámarki 25m frá gólfkóta jarðhæðar.“ 

12. Í kafla 4.6 er smávægileg viðbót í texta, bætt er við: „hluta úr degi“ í aðra setningu kaflans. 

13. Kafli 4.8 er nýr kafli sem ber heitið „Tenging við bæjargarð“ og er eftirfarandi: „Þær 3 lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er inn sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins sunnan megin við byggingar verði samtengdur bæjargarðinum og hannaður sem hluti af garðinum.“ 

14. Forsíðumynd af skýringaruppdrætti og aðrar myndir sem unnar eru ofan á skýringaruppdrátt eru uppfærðar, en mynd 5 er felld út. 

15. Ein breyting var gerð á skýringaruppdrætti, teikningum með skuggavarpi var bætt við. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á tillögunni og tekin verði eftirfarandi afstaða til framkominna athugasemda. 
 1. Athugasemd frá Ingu Láru Baldvinsdóttur Samantekt athugasemdar: Inga Lára Baldvinsdóttir gerir athugasemd við að byggja eigi upp falskar eftirgerðir gamalla húsa sem stóðu hér og þar á landinu og í því felist aðför að því almenningsrými sem um ræðir í sveitarfélaginu en einnig aðför að hinum byggðum sveitarfélagsins, Eyrarbakka og Stokkseyri. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka gildandi laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi.
2. Athugasemd frá Steinunni Pálsdóttur Samantekt athugasemdar: Steinunn Pálsdóttir gerir athugasemd við að bæjargarður verði látinn víkja fyrir byggingum. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi. 

 3. Athugasemd frá Sigurði Rúnari Rúnarssyni Samantekt athugasemdar: Sigurður Rúnar Rúnarsson gerir athugasemd við að umferðarþungi verði mikill á svæðinu og þá sérstaklega viðbótartengingu við Tryggvatorg. Lagt er til að umferð innan skipulagssvæðisins verði einskorðuð við þjónustuumferð. Þá er bílastæðamagn á svæðinu talið óhóflegt. Einnig er talið vandséð hvernig fyrirhuguð miðaldadómkirkja geti ýtt undir aukið mannlíf á svæðinu. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: A-, B- og C-götur eru einstefnu vistgötur þar sem hámarkshraði er 15 km/klst. og gönguhraði ef gangandi vegfarandi er nærri. Ökumenn skulu á vistgötum sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim. Þessi lági ökuhraði mun takmarka umferð ökutækja um svæðið. Í samráði við Vegagerðina hefur verið unnið að umbótum á deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Selfoss auk þess sem gripið hefur verið til annarra ráðstafana til þess að auka umferðarflæði og öryggi vegfarenda. Greining á umferðarflæði hefur verið unnin í tengslum við breytingar á aðalskipulagi og samkvæmt umferðarhermum eru áhrif óveruleg á afkastagetu Tryggvatorgs. Þá gerir Vegagerðin ráð fyrir því að umferð um Tryggvatorg minnki um u.þ.b. 40% við færslu Suðurlandsvegar austur fyrir Selfoss. Fjöldi bílastæða er talinn hæfilegur fyrir þá notkun og starfsemi sem gert er ráð fyrir innan deiliskipulagssvæðisins. Þá má einnig gera ráð fyrir að á álagstímum verði þörf fyrir bílastæði í tengslum við viðburði í bæjargarði, á torgum og opnum svæðum innan deiliskipulagsreitsins. Hvað varðar fyrirhugað menningarhús þá þykir rétt að benda á að breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni er kveðið á um að fyrirhugaðri byggingu á lóðinni B-götu 4 er ætlað að tengja saman starfsemi á miðbæjarsvæðinu við bæjargarðinn og hvetja til aukins mannlífs á svæðinu. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. 

 4. Athugasemd frá Ragnari Geir Brynjólfssyni Samantekt athugasemdar: Ragnar Geir Brynjólfsson gerir athugasemd við að í deiliskipulagstillögunni skuli ekki vera sett fram leiðsögn um útlit fyrirhugaðra bygginga þannig að samræmis verði gætt í heildarsvip og byggingarstíl. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. 

 5. Athugasemd frá Gunnari Marel Hinrikssyni Samantekt athugasemdar: Gunnar Marel Hinriksson gerir athugasemd við óhóflegan fjölda bílastæða á deiliskipulagssvæðinu. Þá er hann mótfallinn útliti bygginga á deiliskipulagssvæðinu. Umsögn skipulags- og bygginganefndar: Fjöldi bílastæða er talinn hæfilegur fyrir þá notkun og starfsemi sem gert er ráð fyrir innan deiliskipulagssvæðisins. Þá má einnig gera ráð fyrir að á álagstímum verði þörf fyrir bílastæði í tengslum við viðburði í bæjargarði, á torgum og opnum svæðum innan deiliskipulagsreitsins. Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. 

 6. Athugasemd frá Guðmundi S. Brynjólfssyni Samantekt athugasemdar: Guðmundur S. Brynjólfsson gerir athugasemd við útlit bygginga á deiliskipulagssvæðinu. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. 

 7. Athugasemd frá Eiríki Þórkelssyni f.h. eigenda Knútsborgar ehf. Samantekt athugasemdar: Í athugasemd Eiríks Þórkelssonar f.h. eigenda Knútsborgar ehf. er vísað til fyrri athugasemdar Hrafnhildar Kristinsdóttur hdl. f.h. Knútsborgar ehf. Í athugasemdunum er bent á misræmi í tilgreindum lóðarstærðum í greinargerð með deiliskipulagstillögunni. Þá er gerð krafa um að virt verði leigulóðarréttindi Knútsborgar ehf. um lóðir aðliggjandi Eyravegi 5. Óskað er eftir því að byggingarréttur verði aukinn á lóðinni við Eyraveg 5 og að byggingarréttur verði ákveðinn á leigulóðum. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Stærð húsa og lóða hafa verið leiðréttar sem og lóðamörk í samræmi við opinberar skráningar og gagnagrunn sveitarfélagsins. Í lóðarleigusamningi um aðliggjandi lóð við Eyraveg 5 kemur skýrt fram að lóðin er leigð til þess að opna og auðvelda umferð að og frá lóðinni Eyravegi 5, en ekki gert ráð fyrir húsbyggingu á lóðinni. Byggingarreitir á lóðunum nr. 3, 5, 5a og 7 við Eyraveg hafa verið stækkaðir til að gæta samræmis. 

 8. Athugasemd frá Jóni Árna Vignissyni Samantekt athugasemdar: Í athugasemdum Jóns Árna Vignissonar er vísað til athugasemda sem hann gerði við fyrri deiliskipulagstillögu fyrir sama svæði. Í fyrsta lagi er vakin athygli á auknu byggingarmagni á deiliskipulagsreitnum frá gildandi skipulagi og gerð athugasemd við að ósamræmi sé í skipulagsgögnum um stærð skipulagssvæðis. Í öðru lagi er gerð athugasemd við að byggingarreitur og lóðarmörk liggi saman á mörgum lóðum. Í þriðja lagi að skýra þurfi betur hvernig byggingum á skýringaruppdrætti verði komið fyrir á byggingarreitum. Í fjórða lagi að nauðsynlegt sé að upplýst verði um fjölda íbúða á vestursvæði deiliskipulagsreits. Í fimmta lagi er farið fram á að orðið „hótel“ verði fellt út af lóðinni við B-götu 2. Í sjötta lagi er gerð athugasemd við að byggingarréttur fyrir lóðina við Austurveg 4 svæði 2 hafi verið felldur út. Í sjöunda lagi er vakin athygli á því að ekki sé gerð grein fyrir umferðarflæði á deiliskipulagsreitnum, hvort um sé að ræða einstefnugötur og þá í hvora áttina skuli ekið. Þá er gerð athugasemd við að ekki hafi verið greint og áætlað umferðarflæði (magn) innan deiliskipulagsreitsins. Í áttunda lagi er lagt til að byggingar sunnan og vestan megin við torg verði lækkaðar og að útsýnisturni verði sleppt. Umsögn skipulags- og bygginganefndar: Aukið byggingarmagn á deiliskipulagsvæðinu í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu frá gildandi deiliskipulagi stafar af stækkun á heildardeiliskipulagsreit, stækkun lóða og byggingarreita. Byggingarmagn í deiliskipulagstillögunni gerir ráð fyrir því að mætt verði skilmálum í aðalskipulagi um nýtingarhlutfall á miðsvæði. Stærð þess svæðis sem deiliskipulagstillagan nær til er skýrlega afmarkað og misræmi í stærðum hefur verið lagfært og gætir ekki í greinargerð. Í þeirri deiliskipulagstillögu sem nú er auglýst hefur lóðarmörkum og byggingarreitum verið breytt frá því að athugasemdirnar voru gerðar. Þar sem lóðarmörk og byggingarreitir fara saman er framkvæmdaraðilum gefið svigrúm til þess að ákveða endanlega staðsetningu bygginga innan lóða. Hluti af deiliskipulagsgögnum er skýringaruppdráttur er sýnir útlínur fyrirhugaðra bygginga á deiliskipulagsreitnum. Innan byggingarreita lóða hafa framkvæmdaraðilar frjálst val um staðsetningu bygginga með fyrirvara um ákvæði í lögum og reglugerðum og samþykki leyfisveitenda. Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni kemur fram að gert sé ráð fyrir blandaðri miðbæjarstarfsemi á svæðinu eins og tilgreint er í aðalskipulagi, þ.e. fjölbreyttri verslun og þjónustu ásamt íbúðum. Reiknað verði með allt að 100 nýjum íbúðum á skipulagssvæðinu, flestum á austursvæði. Orðið „hótel“ hefur verið fjarlægt af uppdrætti deiliskiplagstillögunnar. Byggingarreitur á lóðinni við Austurveg 4, svæði 2, hefur verið færður inn á lóðina. Samkomulag er við Árfoss ehf. um að stærð lóðarinnar verði 1.511 m2, og byggja megi samtals 1.058 m2 byggingu. Lögun lóðarinnar og byggingarreits hefur verið breytt í samráði við Árfoss ehf. A-, B- og C-götur eru einstefnuvistgötur þar sem hámarkshraði er 15 km/klst. og gönguhraði ef gangandi vegfarandi er nærri. Ökumenn skulu á vistgötum sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim. Þessi lági ökuhraði mun takmarka umferð ökutækja um svæðið. Þá hefur akstursstefnu einstefnugatna verið bætt inn á uppdrátt. Samhliða deiliskipulagsferlinu hafa verið unnar umferðargreiningar á deiliskipulagssvæðinu, þá hefur Vegagerðin gert umferðaröryggisrýni. Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem fagaðilar hafa gert við deiliskipulagstillöguna. Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. 

 9. Athugasemd frá Bárði Guðmundarsyni f.h. húsfélagsins Austurvegi 6 Samantekt athugasemdar: Í athugasemdum er í fyrsta lagi bent á að misræmis gæti í tilgreindri stærð lóðarinnar við Austurveg 6 í skipulagsgögnum innbyrðis, í fasteignamati sem skráð er hjá Þjóðskrá Íslands og lóðarblaði fyrir lóðina. Í athugasemdum er í öðru lagi bent á að bílastæði á lóðinni við Austurveg 8A sem tilheyrt hafa Austurvegi 6,8 og 10 verði tekin undir byggingu og götu í tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Gerð er krafa til þess að tryggður sé eignarhluti eigenda fasteigna við Austurveg 6, 8 og 10 í bílastæðum. Verði breyting á bílastæðum á lóðinni Austurvegi 8A án samþykkis lóðarhafa er áskilinn réttur til skaðabóta. Í þriðja lagi er gerð athugasemd við að á uppdrætti með deiliskipulagstillögunni sé ekki að finna lóð við C-götu 2 auk þess sem inn á uppdráttinn vantaði akstursstefnu. Í fjórða lagi er gerð athugasemd við hæð bygginga við C-götu 1 og farið fram á að byggingar verði lækkaðar um eina hæð. Í fimmta lagi er gerð athugasemd við að í skipulagsgögnunum sé ekki gerð nákvæm grein fyrir dreifingu fjöldi íbúða á svæðinu. Í sjötta lagi er farið fram á að fært verði inn á uppdrátt fjölda hæða hverrar byggingar og hámarksnýtingarhlutfall. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga gerir ekki ráð fyrir breytingu á stærð lóðar við Austurveg 6. Í skipulagsgögnum er tilgreind birt stærð fyrir lóðina. Lega bílastæða að Austurvegi 8a breytist og nýtast þau fyrir skrifstofuhúsnæði að Austurvegi 6, 8 og 10. Á svæðinu fjölgar bílastæðum úr 41 í 54. Deiliskipulagsuppdráttur hefur verið leiðréttur til samræmis við greinargerð. Lóð nr. 1 við C-götu hefur nú verið skipt upp í tvær lóðir sem er í samræmi við texta í greinargerð. Akstursstefnu hefur jafnframt verið bætt inn á uppdráttinn sem og fjöldi hæða merktur inn á hvern byggingarreit fyrir sig ásamt nýtingarhlutfalli. Hæð bygginga við C-götu 1 verður óbreytt. Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni kemur fram að gert sé ráð fyrir blandaðri miðbæjarstarfsemi á svæðinu eins og tilgreint er í aðalskipulagi, þ.e. fjölbreyttri verslun og þjónustu ásamt íbúðum. Reiknað verði með allt að 100 nýjum íbúðum á skipulagssvæðinu, flestum á austursvæði. 

 10. Athugasemd frá Öldu Sigurðardóttur og Jóni Özuri Snorrasyni Samantekt athugasemdar: Í athugasemd er bent á að í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu sé eignarlóð þeirra ráðstafað undir bílastæði og bílakjallara án þess að lóðareigendur hafi náð samkomulagi þar um. Þá er gerð athugasemd við að í greinargerð í kafla 1.6 sé byggingarefni fyrir hús á lóðinni við Eyraveg 3 einungis tilgreint timbur en hið rétta er að húsið sé í raun tvískipt og það sé að hluta steinsteypt. Bent er á að tilgreind lóðarstærð í kafla 2.2 sé röng. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Með því setja bílastæði og bílakjallara inn á lóðina við Eyraveg 3 er verið að festa í sessi núverandi nýtingu lóðarinnar. Til þess að ráðast megi í framkvæmdir á lóðinni skv. fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu þarf samþykki allra lóðareigenda að liggja fyrir. Kafli 1.6 og 2.2 hafa verið leiðréttir í samræmi við framkomnar athugasemdir. 

 11. Athugasemd frá Axel Sigurðssyni Samantekt athugasemdar: Í athugasemd er byggt á því að bæjargarðurinn minnki verulega þannig að græn svæði rýrni umtalsvert og óljóst með hvaða hætti kvaðir verði settar á lóðir aðliggjandi garðinum. Þá er bent á ákvæði í greinargerð með deiliskipulagstillögunni að heimilt sé að setja upp girðingar á lóðarmörkum. Athugasemdir eru gerðar við útlit og gerð fyrirhugaðrar byggingar á lóðinni nr. 4 við B-götu. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata nr. 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi. Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Hvað varðar fyrirhugað menningarhús þá þykir rétt að benda á að breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags eins og áður segir. Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni er kveðið á um að fyrirhugaðri byggingu á lóðinni B-götu nr. 4 er ætlað að tengja saman starfsemi á miðbæjarsvæðinu við bæjargarðinn og hvetja til aukins mannlífs á svæðinu. Ákvæði varðandi girðingar í kafla 3.6 í greinargerð hefur verið breytt og sérstaklega kveðið á um að ekki megi reisa girðingar á lóðarmörkum. 

 12. Athugasemd frá Steindóri Guðmundssyni og Klöru Öfjörð Samantekt athugasemdar: Í athugasemd er byggt á því að bæjargarðurinn minnki verulega þannig að græn svæði rýrni umtalsvert og óljóst með hvaða hætti kvaðir verði settar á lóðir aðliggjandi garðinum. Þá er bent á ákvæði í greinargerð með deiliskipulagstillögunni að heimilt sé að setja upp girðingar á lóðarmörkum. Athugasemdir eru gerðar við útlit og gerð fyrirhugaðrar byggingar á lóðinni nr. 4 við B-götu. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata nr. 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi. Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Hvað varðar fyrirhugað menningarhús þá þykir rétt að benda á að breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags eins og áður segir. Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni er kveðið á um að fyrirhugaðri byggingu á lóðinni B-götu nr. 4 er ætlað að tengja saman starfsemi á miðbæjarsvæðinu við bæjargarðinn og hvetja til aukins mannlífs á svæðinu. Ákvæði varðandi girðingar í kafla 3.6 í greinargerð hefur verið breytt og sérstaklega kveðið á um að ekki megi reisa girðingar á lóðarmörkum. 

 13. Athugasemd frá Lindu Ásdísardóttur Samantekt athugasemdar: Gerð er athugasemd við útlit bygginga á deiliskipulagssvæðinu og áhyggjum lýst af því að grænu svæði á deiliskipulagssvæðinu sé ekki gefið nægt rými. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata nr. 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi. 

14. Athugasemd frá Aldísi Sigfúsdóttur Samantekt athugasemdar: Gerð er athugasemd við að í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu sé bæjargarður minnkaður frá því sem hann er í núgildandi skipulagi. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata nr. 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi. 

 15. Athugasemd frá Ingunni Guðmundsdóttur og Kristni G. Kristinssyni Samantekt athugasemdar: Gerð er athugasemd við að erfitt sé að átta sig á hvaða deiliskipulagstillaga sé til meðferðar. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 12. júlí 2017 var lagt til við bæjarstjórn að auglýsa að nýju tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss. Á fundi bæjarstjórnar þann 13. júlí 2017 var samþykkt í bæjarstjórn að tillagan yrði auglýst. Sú deiliskipulagstillaga sem til meðferðar er nú er hin sama og auglýst var í kjölfar framangreindra funda. Við undirbúning og auglýsingu deiliskipulagstillögunnar var farið að ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010. 

 16. Athugasemd frá Magnúsi Karel Hannessyni Samantekt athugasemdar: Gerð er athugasemd við að í miðbæ Selfoss eigi að byggja eftirlíkingar gamalla húsa og að byggingarmagn sé aukið til muna frá fyrra skipulagi. Þá er áhyggjum lýst varðandi lausnir á umferðarmálum á svæðinu og gerð athugasemd við óhóflegan fjölda bílastæða. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Aukið byggingarmagn á deiliskipulagsvæðinu í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu frá gildandi deiliskipulagi stafar af stækkun á deiliskipulagsreit, stækkun lóða og byggingarreita. Byggingarmagn í deiliskipulagstillögunni gerir ráð fyrir því að mætt verði skilmálum í aðalskipulagi um nýtingarhlutfall á miðsvæði. A-, B- og C-götur eru einstefnuvistgötur þar sem hámarkshraði er 15 km/klst. og gönguhraði ef gangandi vegfarandi er nærri. Ökumenn skulu á vistgötum sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim. Þessi lági ökuhraði mun takmarka umferð ökutækja um svæðið. Fjöldi bílastæða er talinn hæfilegur fyrir þá notkun og starfsemi sem gert er ráð fyrir innan deiliskipulagssvæðisins. Þá má einnig gera ráð fyrir að á álagstímum verði þörf fyrir bílastæði í tengslum við viðburði í bæjargarði, á torgum og opnum svæðum innan deiliskipulagsreitsins. 

 17. Athugasemd frá 405 aðilum sem undirrituðu rafrænan undirskriftarlista, afhentur í nafni Hólmfríðar Einarsdóttur, Davíðs Kristjánssonar, Axels Sigurðssonar, Magnúsar Ragnars Magnússonar, Klöru Öfjörð, Steindórs Guðmundssonar, Bjarkar Reynisdóttur, Sigurðar Magnússonar og Gísla Ragnars Kristjánssonar. Samantekt athugasemdar: Gerð er athugasemd við að í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu sé bæjargarður minnkaður frá því sem hann er í núgildandi skipulagi. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Athugasemdin ber ekki með sér nákvæmlega hverjir þessir 405 einstaklingar eru sem undirrituðu undirskriftarlistann og verður því einungis fyrirsvarsmönnum listans send neðangreind umsögn skipulags- og byggingarnefndar. Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata nr. 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi. 

 18. Athugasemd gerð með undirskriftarlista frá 112 aðilum Samantekt athugasemdar: Gerð er athugasemd við að í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu sé bæjargarður minnkaður frá því sem hann er í núgildandi skipulagi. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata nr. 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi. 

 19. Athugasemd gerð með undirskriftarlista frá 232 aðilum Gerð er athugasemd við að í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu sé bæjargarður minnkaður frá því sem hann er í núgildandi skipulagi. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Mest af þeim byggingum sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir eru ekki staðsettar á því svæði sem bæjargarðurinn nær yfir í dag. Í greinargerð kemur fram að þær þrjár lóðir sem standa næst bæjargarðinum, B-gata nr. 2, 4 og 6, munu tengjast garðinum beint og lóðirnar þannig fléttast og opna sig að honum. Grunnflötur bygginga á þessum lóðum mun ekki fylla nema u.þ.b. helming byggingarreitsins. Stærstur hluti þess svæðis sem eftir stendur mun verða hannaður sem hluti eða bein framlenging á því almenningsrými sem bæjargarðurinn er. Sett er sú kvöð á lóðirnar að a.m.k. þriðjungur byggingarreitsins verði hluti bæjargarðsins sbr. kafla 4.8 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Með þessari kvöð er heildarflatarmál bæjargarðsins og aðliggjandi almenningsrýma meira en er skv. núgildandi deiliskipulagi. 

 20. Athugasemd frá Rögnu Björk Ragnarsdóttur og Kristjáni Helgasyni Samantekt athugasemdar: Gerð er athugasemd við að byggja eigi upp gömul hús á deiliskipulagssvæðinu. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss felur einungis í sér ákveðinn ramma fyrir framkvæmdaraðila enda er það tilgangur deiliskipulags. Í umræddri deiliskipulagsbreytingu var ákveðið að gera ekki fastmótaðar útlitskröfur á byggingum. Framkvæmdaraðilar hafa því frjálsar hendur með hvernig þeir haga útliti bygginga á svæðinu innan marka laga og reglugerða. Skipulags- og byggingarnefnd skal meta útlitshönnun bygginga en markmiðið er fjölbreytt yfirbragð byggðar eins og fram kemur í kafla 3.4 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.   Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum bæjarfulltrúa B-, D- og Æ lista, gegn 2 atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista.  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista, í lið 1 og 2 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. febrúar og lagði fram eftirfarandi bókun: Undirrituð taka undir bókun fulltrúa S-lista frá 48. fundi skipulags og byggingarnefndar: Það er skoðun okkar að ekki sé rétt að staðfesta þær breytingartillögur á aðalskipulagi og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss sem hér eru til afgreiðslu. Þrátt fyrir að ákveðið hafi verið með afar skömmum fyrirvara í dag að halda kynningarfund klukkutíma fyrir bæjarstjórnarfund, þar sem ekki allir bæjarfulltrúar gátu mætt, treystum við okkur ekki til þess að meta hvort verkefnið sé að fullu fjármagnað. Það er skoðun okkar að nauðsynlegt sé að sveitarfélagið fái óháðan aðila til þess að gera kostnaðaráætlun vegna þeirra framkvæmda sem Sigtún þróunarfélag hyggst fara í til samanburðar þeirri áætlun sem eigendur Sigtúns þróunarfélags hafa látið vinna fyrir sig. Undirrituð telja þetta vera algera forsendu til þess að bæjarfulltrúar geti tekið ábyrga afstöðu í þessu stóra máli og þannig gætt hagsmuna skattgreiðenda í sveitarfélaginu. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, í lið 1 og 2 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. febrúar og lagði fram eftirfarandi bókun: Með þeirri tillögu að deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss sem hér hefur verið samþykkt hefur verið tekið tillit til fjölmargra athugasemda sem bárust í skipulagsferlinu og vörðuðu skipulagið. Skipulagsferlið hefur tekið langan tíma frá því að bæjarstjórn veitti fyrst vilyrði fyrir verkefninu og deiliskipulagið verið auglýst í tvígang. Bæjargarðinum, Sigtúnsgarði, hefur verið ætlað meira rými en áður gildandi skipulag gerði ráð fyrir og gerðar aðrar breytingar bæði á byggingarreitum og götum. Tækifæri er nú til þróunar fjölbreyttrar atvinnustarfsemi og þjónustu við íbúa og gesti. Framkvæmdaraðilar, Sigtún þróunarfélag, hafa í samningum skuldbundið sig til að annast allar framkvæmdir, þ.m.t. gatnagerð, veitulagnir og frágang torga, stétta og opinna svæða á því svæði sem samningur um uppbyggingu miðbæjarstarfsemi tekur til. Jafnframt afsalar Sigtún þróunarfélag eignarlóðum sínum og lóðarleiguréttindum á svæðinu til Sveitarfélagsins Árborgar, sem gerir lóðarleigusamninga um lóðir á þeim hluta skipulagssvæðisins sem samningurinn tekur til. Einstakt tækifæri gefst nú til þess að byggja upp áhugavert, heildstætt svæði miðsvæðis á Selfossi á skömmum tíma, en framkvæmdatími er afmarkaður í samningi og skulu framkvæmdir hefjast innan 12 mánaða frá gildistöku skipulagsins og lokið innan fjögurra ára. Staðfesting á fjármögnun liggur fyrir og byggir hún á verksamningum og samþykktum tilboðum í verkið en ekki kostnaðaráætlunum.             

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og ræddi um fundarsköp.    

 Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.   

II.  1503158            Staðfesting á fjármögnun Sigtúns þróunarfélags ehf  Sandra Dís Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar tók til máls og lagði fram staðfestingu á fjármögnun Sigtúns þróunarfélags ehf. Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

III.  1503158 Samningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Sigtúns þróunarfélags ehf um frágang á miðbæjarsvæði og fl. III-1802131 Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og fór yfir og lagði til að samningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Sigtúns þróunarfélags um frágang á miðbæjarsvæði yrði samþykktur. Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum B-, D- og Æ- lista, bæjarfulltrúar S-lista sátu hjá. 

IV.  1802131  Ábyrgð vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga 
 Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:                    
Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita stofnun/félagi, sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:  
Sveitarfélagið Árborg  samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á sínum hluta vegna lántöku eftirfarandi stofnana Héraðsnefndar Árnesinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga, hlutur Árborgar er samtals 67.300.000 kr. sem skiptist á eftirfarandi stofnanir : 
Brunavarnir Árnessýslu                     að  fjárhæð  15.900.000 kr.
Byggðasafn Árnesinga                       að fjárhæð  14.300.000 kr.
Héraðsskjalasafn Árnesinga              að fjárhæð  10.700.000 kr.
Listasafn Árnesinga                           að fjárhæð    4.300.000 kr.
Tónlistarskóli Árnesinga                    að fjárhæð  22.100.000 kr.
            til allt að 40 ára. 

Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu, Byggðasafni Árnesinga, Héraðsskjalasafni Árnesinga, Listasafni Árnesinga og Tónlistarskóla Árnesinga. Sveitarfélagið Árborg veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ganga frá uppgjöri við Brú lífeyrissjóð vegna breytinga á A-deild sjóðsins sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu, Byggðasafns Árnesinga, Héraðsskjalasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Tónlistarskóla Árnesinga til að breyta ekki ákvæði samþykkta stofnananna sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu, Byggðasafni Árnesinga, Héraðsskjalasafni Árnesinga, Listasafni Árnesinga og Tónlistarskóla Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn. 

 Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum B-, D- og S- lista, bæjarfulltrúi Æ-lista sat hjá. 

 Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:15
Ásta Stefánsdóttir                                             
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                 
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari


Þetta vefsvæði byggir á Eplica