23.9.2015
50. fundur bæjarráðs
50. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 23. september 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 8:10
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Viðar Helgason, Æ-lista, boðaði forföll.
Dagskrá:
Fundargerðir til kynningar |
1. |
1501278 - Fundargerð stjórnar SASS |
|
497. fundur haldinn 4. september 2015 |
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
2. |
1502042 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
|
830. fundur haldinn 11. september 2015 |
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
3. |
1505126 - Fundargerð stjórnar þjónustusvæðis Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks |
|
15. fundur haldinn 15. september 2015 |
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
4. |
1509118 - Beiðni Orkufjarskipta, dags. 8. september 2015, um leyfi Sveitarfélagsins Árborgar sem landeiganda fyrir lagningu ljósleiðara meðfram Suðurhólum í tengivirki á Selfossi |
|
Bæjarráð veitir leyfi sem landeigandi fyrir lagningu strengsins í landi sveitarfélagsins. Bæjarráð vísar umsókn um framkvæmdaleyfi til skipulags- og byggingarnefndar. |
|
|
|
5. |
1506207 - Styrkbeiðni Fischerseturs, dags. 18. september 2015, skákkennsla í Fischersetri 2015-2016 |
|
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins, kr. 125.000 verði greiddar út fyrir áramót vegna haustannar og 125.000 kr. eftir áramót vegna vorannar. |
|
|
|
6. |
1509044 - Styrkbeiðni Samtaka dagforeldra á Suðurlandi, dags. 8. september 2015 |
|
Bæjarráð hafnar erindinu og felur framkvæmdastjóra að svara erindinu. |
|
|
|
7. |
1509105 - Athugasemd Sigríðar J. Guðmundsdóttur, dags. 12. september 2015, vegna umferðar við Engjaveg frá Reynivöllum að Langholti |
|
Bæjarráð þakkar erindið, nýverið var samþykkt í framkvæmda- og veitustjórn að setja hraðahindrun á Engjaveg á móts við Grenigrund. |
|
|
|
8. |
1509110 - Styrkbeiðni Héraðsskjalasafns Árnesinga, dags. 14. september 2015, vegna ljósmyndaverkefnis á Héraðsskjalasafninu á árinu 2016 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. |
|
|
|
9. |
1509115 - Fyrirspurn Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista, um kostnað við að skipta um gúmmí á fimm sparkvöllum í sveitarfélaginu |
|
Lögð var fram eftirfarandi fyrirspurn: Í Sveitarfélaginu Árborg eru 5 sparkvellir/knattspyrnuvellir þar sem notað er endurunnið dekkjagúmmí. Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um heilsuspillandi áhrif þess að slíkt gúmmí sé notað á slíkum völlum. Vegna þessa óska ég eftir að það verði skoðað hvað það felur í sér mikla kostnaðaraukningu að skipta út því endurunna dekkjagúmmíi, sem notað er í dag í sveitarfélaginu, í umhverfisvænt gúmmí?
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til Braga Bjarnasonar, menningar- og frístundafulltrúa. |
|
|
|
10. |
1504009 - Yfirlit yfir útsvar og greiðslur úr Jöfnunarsjóði fyrir ágúst 2015 |
|
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur sveitarfélagsins og greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir janúar til ágúst 2015. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
11. |
1509112 - Boð Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna umhverfisþings 2015, 9. október nk. |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
12. |
1505237 - Fjárhagsáætlun 2016-2019, minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vinnslu fjárhagsáætlana |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
13. |
1405420 - Fréttabréf Upplýsingamiðstöðvar á Selfossi, september 2015 |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
14. |
1508020 - Skýrsla Vinnumálastofnunar, staða á vinnumarkaði ágúst 2015 |
|
Lagt fram til kynningar. Atvinnuleysi á Suðurlandi mælist nú 1,8%. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:05.
Gunnar Egilsson |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Helgi Sigurður Haraldsson |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir |
Ásta Stefánsdóttir |
|
|