8.10.2015
52. fundur bæjarráðs
52. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 8. október 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritar fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til kynningar |
1. |
1501033 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga |
|
174. fundur haldinn 28. september 2015 |
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
2. |
1501157 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands |
|
242. fundur haldinn 28. september 2015 |
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
3. |
1502151 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands |
|
167. fundur haldinn 24. september 2015 |
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
4.
|
1509234 - Ályktun Landssamtakanna Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla með dekkjakurli |
|
Ályktunin lögð fram. Unnið er að úttekt á kostnaði við breytingar, s.s. við það að næst þegar skipt verði um gúmmí á völlunum verði notuð önnur tegund af gúmmíi. Áætlun verður gerð um endurnýjun gervigrasvalla. |
|
|
|
5. |
1509240 - Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar, dags. 28. september 2015 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs |
|
Bæjarráð Árborgar tekur undir nauðsyn þess að lengja fæðingarorlof, en bendir á að styrkja þurfi tekjustofna sveitarfélaga ef gera á leikskólann gjaldfrjálsan fyrir börn frá 12 mánaða aldri. Nettókostnaður Sveitarfélagsins Árborgar við rekstur leikskóla er áætlaður 826,5 mkr á árinu 2015. Hlutdeild foreldra með þátttökugjöldum nemur um 16% af kostnaði við rekstur leikskóla. |
|
|
|
6. |
1509252 - Erindi Minjastofnunar Íslands dags. 16. september 2015, varðandi undirbúning friðlýsingar sumarhúss Páls Ísólfssonar, Ísólfsskála, Stokkseyri |
|
Bæjarráð hefur ekki athugasemdir við áform um friðlýsingu Ísólfsskála. |
|
|
|
7. |
1510010 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 1. október 2015, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - gisting að Bankavegi 6, Selfossi, í flokki II, íbúðir, umsækjandi Einar Valur Oddsson. |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
8. |
1509055 - Beiðni UMFS, dags. 1. október 2015 um heimild til að gera breytingar á innra skipulagi Tíbrár, búningsklefum verði breytt á skrifstofu- og félagsaðstöðu |
|
Bæjarráð gefur heimild fyrir breytingum á innra skipulagi í búningsklefum í Tíbrá. Kostnaður greiðist af UMFS. |
|
|
|
9. |
1510037 - Erindi Björns Rúrikssonar, dags. 5. október 2015, þar sem hann lýsir áhuga á að verða bæjarlistamaður og gerir grein fyrir tillögu að fyrirkomulagi m.a. hvað varðar sýningar og kynningu í stofnunum sveitarfélagsins. |
|
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og menningarnefndar til umsagnar. |
|
|
|
10. |
1505208 - Bæjarráðsfundir í 42. og 44. viku ársins. Fundartímar bæjarráðs vegna Héraðsnefndarfundar og ársþings SASS. |
|
Samþykkt að fundir verði á miðvikudögum í stað fimmtudaga í viku 42 og 44. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15.
Gunnar Egilsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson
Viðar Helgason
Arna Ír Gunnarsdóttir
Ásta Stefánsdóttir