Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


25.2.2016

65. fundur bæjarráðs

65. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 25. febrúar 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1601008 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar
17. fundur haldinn 10. febrúar
-liður 2, 1601177, ósk Gunnlaugs Bjarnasonar um ferðastyrk (þriggja mánaða strætókort, 95.600) vegna rannsóknarverkefnis síns um nútímaörnefni á Selfossi. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. Fundargerðin staðfest.
2. 1601007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
24. fundur haldinn 10. febrúar
Fundargerðin staðfest.
3. 1601003 - Fundargerð fræðslunefndar
18. fundur haldinn 11. febrúar
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar
4. 1602089 - Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka
21. fundur haldinn 9. febrúar 2016
-liður 4, ofaníburður á stíg á sjóvarnagarði. Bæjarráð vísar málinu til framkvæmda- og veitustjórnar. Fundargerðin lögð fram.
5. 1602003 - Fundargerðir stjórnar SASS
505. fundur haldinn 5. febrúar
Fundargerðin lögð fram.
Almenn afgreiðslumál
6.   1602085 - Kjarasamningur Selfossveitna bs við Rafiðnaðarsamband Íslands og Félag vélstjóra og málmtæknimanna
Bæjarráð staðfestir samninginn.
7.   1602083 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi, dags. 11. febrúar 2016, Ísbúð Huppu, Ískú ehf.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
8.   1602113 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 16. febrúar 2016, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum
Lagt fram.
9. 1602121 - Beiðni sjónvarpsstöðvarinnar N4 um áframhaldandi samstarf Árborgar og N4 sjónvarps um þátttöku í þáttaröðinni Að sunnan
Bæjarráð vísar erindinu til umræðu í starfshópi um ferðamál.
10.   1602135 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 22. febrúar 2016, um umsögn - frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög - fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn
Lagt fram til kynningar.
Erindi til kynningar
11. 1404071 - Skýrsla starfshóps um frístundaheimili í Sveitarfélaginu Árborg
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur fræðslustjóra að gera tillögu að skipan starfshóps til að vinna áfram að verkefninu.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:05.
Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson Viðar Helgason
Arna Ír Gunnarsdóttir Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica