Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.5.2014

182. fundur bæjarráðs

182. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 15. maí 2014  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir,  framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1401093 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

76. fundur haldinn 2. maí

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1401065 - Fundargerð fræðslunefndar

 

44. fundur haldinn 8. maí

 

-liður 6, styrkur úr Sprotasjóði. Bæjarráð fagnar því að styrkur fékkst frá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri til verkefnisins "Að auka hæfni, þekkingu og leikni leikskólabarna í læsi". Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

3.

1402107 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

 

156. fundur haldinn 29. apríl

 

Lagt fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

4.

1405184 - Aðgangur að Sundhöll Selfoss og sundlaug Stokkseyrar - kvennahlaup ÍSÍ 2014

 

Bæjarráð samþykkir að frítt verði í sundlaugar í Árborg fyrir þátttakendur í kvennahlaupi ÍSÍ hinn 24. júní nk.

 

   

5.

1405189 - Frumvarp til laga um veiðigjöld

 

Bæjarráð hvetur Alþingi til að gæta þess að við breytingar á fiskveiðilöggjöfinni verði ekki svæðisbundin mismunun hvað varðar álagningu veiðigjalda.

 

   

6.

1405135 - Orlof húsmæðra 2013, skýrsla orlofsnefndar, dags. 22. apríl 2014

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

1405129 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi, dags. 5. maí 2014, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Subway, Eyravegi 2, Selfossi

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

 

   

8.

1402072 - Lóðarumsókn Leós Árnasonar fyrir húsið Ingólf að Eyravegi 1, dags. 9. febrúar 2014

 

Bæjarráð veitir vilyrði á grundvelli 8. gr. reglna um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg fyrir lóðinni að Eyravegi 1. Bæjarráð setur það skilyrði fyrir vilyrðinu að húsið Ingólfur verði flutt á lóðina að nýju og að það verði gert upp. Vilyrðið gildir til sex mánaða.

 

   

9.

1403135 - Lóðarumsókn Sverris Rúnarssonar vegna lóðarinnar Eyravegur 1, dags. 24. febrúar 2014

 

Bæjarráð hafnar umsókninni. Gert er ráð fyrir að hið sögufræga hús Ingólfur komi á lóðina að nýju.

 

   

10.

1404192 - Samningur milli Selfosssóknar og Sveitarfélagsins Árborgar um æskulýðsstarf

 

Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.

 

   

11.

1405213 - Samningur Sveitarfélagsins Árborgar við Leikfélag Selfoss - endurskoðun

 

Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.

 

   

12.

1405216 - Selfossvöllur - JÁVERKS-völlurinn

 

Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti heitið JÁVERKSvöllur á knattspyrnuvelli á Selfossvelli.

 

   

13.

1401023 - Hlutverk og skilgreining Selfossflugvallar til framtíðar

 

Sigurjón Valsson, flugstjóri og form. Íslenska flugsögufélagsins, Margrét Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur, og Helgi Sigurðsson frá Flugklúbbi Selfoss komu inn á fundinn og kynntu hugmyndir um að flugsafn verði flutt á Selfoss. Stefnt er að undirritun viljayfirlýsingar um að safnið komi á svæði við Selfossflugvöll.

 

   

14.

1405182 - Málefni skátafélagsins Fossbúa

 

Fulltrúar stjórnar skátafélagsins Fossbúa komu á fundinn. Rætt var um framtíðarhúsnæði félagsins.

 

   

15.

1301154 - Málefni hjúkrunarheimila

 

Bæjarráð Árborgar lýsir yfir vonbrigðum vegna ummæla heilbrigðisráðherra í Sunnlenska fréttablaðinu í þessari viku um stöðu hjúkrunarrýma á Suðurlandi. Ljóst er að brýn þörf er fyrir uppbyggingu dvalar- og hjúkrunarrýma, ekki síst í Árnessýslu.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:15 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica