Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.8.2014

5. fundur bæjarráðs

5. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 14. ágúst 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, varamaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Már Ingólfur Másson, varamaður áheyrnarfulltrúa, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð íþrótta- og menningarnefndar. Var það samþykkt samhljóða. 

Bæjarráð þakkar þeim sem stóðu að bæjarhátíðunum Sumar á Selfossi og Aldamótahátíðinni á Eyrarbakka og viðburðunum, Olísmóti, Brúarhlaupi og Delludegi um sl. helgi fyrir frábært framtak.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1406101 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar

 

1. fundur haldinn 8. ágúst

 

-liður 11, 1403321, beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um leyfi til reksturs gististaðar að Helgafelli, Eyrargötu 22, Eyrarbakka. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. -liður 12, 1407094 beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um leyfi til reksturs gististaðar að Tindastóli, Búðarstíg 8, Eyrarbakka. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. -liður 39, tillaga að breyttu deiliskipulagi Byggðarhorns, bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst. -liður 40, beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um leyfi til reksturs gististaðar (gististaður án veitinga - íbúð) að Túngötu 9, Eyrarbakka. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1406100 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

 

1. fundur haldinn 13. ágúst 2014

 

-liður 3, útitafl á Selfossi. Bæjarráð samþykkir að styrkja Fischersetrið um 100.000 krónur til kaupa á taflmönnum til að nota utan húss. Fundargerðin staðfest.

 

   

Almenn afgreiðslumál

3.

1407119 - Skipan fulltrúa í byggingarnefnd vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss

 

Bæjarráð skipar eftirtalda fulltrúa áfram til setu í nefndinni: Gunnar Egilsson, Eyþór Arnalds og Örnu Ír Gunnarsdóttur.

 

   

4.

1408016 - Tilnefning í starfshóp um Fuglafriðland í Flóa

 

Bæjarráð skipar eftirtalda fulltrúa áfram til setu í starfshópnum: Ara Björn Thorarensen og Írisi Böðvarsdóttur.

 

   

5.

1408017 - Skipan fulltrúa í samstarfshóp vegna uppbyggingar á íþróttavallarsvæðinu við Engjaveg

 

Bæjarráð skipar eftirtalda fulltrúa til setu í starfshópnum: Gunnar Egilsson, Kjartan Björnsson og Helga S. Haraldsson.

 

   

6.

1209077 - Skipan fulltrúa í byggingarnefnd vegna stækkunar á verknámshúsi við FSu

 

Bæjarráð skipar Ástu Stefánsdóttur til áframhaldandi setu í byggingarnefndinni.

 

   

7.

1408010 - Erindi afmælisnefndar vegna 100 ára kosningaréttur kvenna, dags. 5. ágúst 2014, hvatning til að taka þátt í hátíðarhöldum

 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til íþrótta- og menningarnefndar.

 

   

Erindi til kynningar

8.

1406074 - Breytt tímatafla strætós innan Árborgar frá hausti 2014

 

Kynnt var ný áætlun strætós innan Árborgar sem tekur gildi 25. ágúst.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15  

Gunnar Egilsson                               
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir                                  
Helgi Sigurður Haraldsson
Már Ingólfur Másson                                    
Ásta Stefánsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica