Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Skólasóknarkerfi í grunnskólum Árborgar

Starsfshópur frá öllum grunnskólum Árborgar ásamt fjölskyldusviði vann að uppfærslu á skólasóknarreglum 2022. Reglurnar tóku gildi í janúar 2023, þær eru sameiginlegar fyrir alla grunnskólana og viðmið um mætingar samræmd. Markmiðið er að halda vel utan um skólasókn nemenda og tryggja snemmtæka íhlutun komi upp vandi.

Verkferill vegna fjarvista


Group-107

5 FJARVISTARSTIG

-  Umsjónarkennari sendir forsjáraðilum póst um ástundun.
-  Vísað í kynningarefni á heimasíðu skólans um farsæld barna og hlutverk tengiliða.

Group-108

10 FJARVISTARSTIG

-  Umsjónarkennari sendir forsjáraðilum póst um ástundun og upplýsir skólastjórnanda.
-  Forsjáraðilar boðaðir á fund þar sem leitað er skýringar á fjarvistum og metin þörf fyrir aðkomu tengiliðar til að styðja við farsæld barns og fjölskyldu.
-  Máli vísað til lausnateymis með upplýstu samþykki forsjáraðila.

Group-109

20 FJARVISTARSTIG

-  Umsjónarkennari sendir forsjáraðilum póst um ástundun og upplýsir skólastjórnanda.
-  Forsjáraðilar boðaðir á fund þar sem leitað er skýringa á fjarvistum og metin þörf fyrir aðkomu tengiliðar til að styðja við farsæld barns og fjölskyldu.
-  Máli vísað til lausnateymis með upplýstu samþykki forsjáraðila.

Group-110

30 FJARVISTARSTIG

-  Skólastjórnandi boðar til fundar með forsjáraðilum og tengilið skólans þar sem veitt er leiðsögn við að óska eftir samþættingu þjónustu.
-  Skólastjórnandi upplýsir forsjáraðila að málið verði tekið fyrir á nemendaverndarráðsfundi.

Group-111


50 FJARVISTARSTIG

-  Skólastjórnandi sendir tilkynningu til barnaverndar að forsjáraðilum upplýstum.

 

SUNDURLIÐUN Á ÞVÍ SEM LIGGUR AÐ BAKI FJARVISTARSTIGUM
1 stig. - seint, ef nemandi mætir 5 mínútum eftir að tími hefst.
2 stig. - fjarvist, ef nemandi mætir ekki eða 15 mínútum eftir að tími hefst.


Verkferill vegna veikinda og leyfa

Group-107

5 FORFALLADAGAR

-  Umsjónarkennari sendir forsjáraðilum póst um ástundun.
-  Vísað í kynningarefni á heimasíðuskólans um farsæld barna og hlutverk tengiliða.

Group-108

10 FORFALLADAGAR

-  Umsjónarkennari sendir forsjáraðilum póst um ástundun og upplýsir skólastjórnanda.
-  Forsjáraðilar boðaðir á fund þar sem leitað er skýringar á fjarvistum og metin þörf fyrir aðkomu tengiliðar til að styðja við farsæld barns og fjölskyldu.
-  Máli vísað til lausnateymis með upplýstu samþykki forsjáraðila.

Group-109

15 FORFALLADAGAR

-  Umsjónarkennari boðar til fundar með forsjáraðilum, skólastjórnendum og/eða tengilið.
-  Forsjáraðilar hvattir til að óska eftir samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns til að tryggja aðgengi að viðeigandi ráðgjöf og stuðningsúrræðum frá fjölskyldusviði.

Group-110

20 FORFALLADAGAR

-  Skólastjórnandi boðar til fundar með forsjáraðilum og tengilið skólans þar sem veitt er leiðsögn við að óska eftir samþættingu þjónustu.
-  Skólastjórnandi upplýsir forsjáraðila að málið verði tekið fyrir á nemendaverndarráðsfundi.

Group-111

30 FORFALLADAGAR

-  Skólastjórnandi sendir tilkynningu til barnaverndar að forsjáraðilum upplýstum.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica