Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


17. júní hátíð á Selfossi 2024

  • 17.6.2024, Selfoss

Fjölbreytt hátíðardagskrá á Selfossi fyrir alla aldurshópa. Sjá nánari dagskrá.

17. JÚNÍ | SELFOSS

9:00 - 10:00 · MORGUN JÓGA
Ragnheiður Hafstein hjá Yoga Sálir sér um morgun jóga við árbakkan fyrir neðan Hótel Selfoss ef veður leyfir (annars í Lindexhöllinni)

10:00 · FÁNAR DREGNIR AÐ HÚNI
Fánar dregnir að húni af skátafélaginu Fossbúum við Ráðhús Árborgar

10:00 - 11:30 · KOMDU Á HESTBAK
Hestamannafélagið Sleipnir býður íbúum sveitarfélagsins á hestbak í Sleipnishöllinni

10:00 - 16:00 · SELFOSSRÚTAN X-874
Selfossrútan X-874 verður með áætlunarakstur um Selfoss. Sjá leiðarkort neðar

10:30 - 12:00 · BJÖRGUNARMIÐSTÖÐIN
Tækjasýning hjá viðbragðsaðilum við Björgunarmiðstöðina

13:00 - 16:00 · BÍLASÝNING 4 x 4
Bílasýning í Sigtúnsgarði hjá Ferðaklúbbnum 4x4 Suðurlandsdeild

13:15 · SKRÚÐGANGA
Skrúðganga verður frá Selfosskirkju, gengið verður Kirkjuveg, Eyraveg, Austurveg, Reynivelli, Engjaveg, Sigtún og inn í Sigtúnsgarð

13:30 · SKEMMTIGARÐUR - SIGTÚNSGARÐURINN
Hoppukastalar og loftboltar opna í Sigtúnsgarði

13:30 - 16:00 · ANDLITSMÁLUN · SJOPPA
Frí andlitsmálun fyrir börnin og 17. júní sjoppan verður á sínum stað, blöðrur, sælgæti ofl. á vegum fimleikad. UMFS

13:30 - 16:00 · VÖFFLUKAFFI Í SIGTÚNSGARÐI
Fimleikadeild UMFS verður með 17. júní vöfflukaffi í stóra tjaldinu í Sigtúnsgarði, vöfflur, kökur, kleinur, kaffi, kakó ofl.

13:45 · HÁTÍÐARDAGSKRÁ Í SIGTÚNSGARÐI
Ávarp fjallkonunnar
Hátíðarræða frá fulltrúa Sveitarfélagsins Árborgar

14:00 · FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Í SIGTÚNSGARÐI
Barnadagskrá í Sigtúnsgarðinum
PATRIK · Íþróttaálfurinn · Leikhópurinn Lotta - Ungt tónlistarfólk úr Svf. Árborg

19:30 - 21:30 · SIGLING Á ÖLFUSÁ
Björgunarfélag Árborgar býður upp á siglingu á Ölfusá við Fagurgerði
ATH. aldurstakmark er 18 ár, en 12 - 17 ára eru velkomin í fylgd með fullorðnum

20:00 - 21:30 · KVÖLDVAKA ELDRI BORGARA
Kvöldskemmtun hjá félagi eldriborgara í Mörkinni.
Hermann Árnason · Fríða Hansen & Kristinn Ingi Austmar · Fjöldasöngur ofl.
Kynnir: Valdimar Bragason
Allir eldriborgarar velkomnir og frítt inn meðan húsrúm leyfir

Bordi

Áætlun X 874

Rútan fer frá N1 í Fossnesti á hálfum og heilum tíma kl. 10:00 - 16:00



Viðburðadagatal

2.3.2024 - 25.8.2024 Listasafn Árnesinga Listasafn Árnesinga | Fjórar sýningar

Fjórar sýningar frá 02. mars til og með 25. ágúst.
Loftnet | Hamflettur | Kaþarsis | Draumur móður minnar

Sjá nánar
 

16.7.2024 - 16.9.2024 Listagjáin Kristjana sýnir í Listagjánni

Kristjana Gunnarsdóttir hefur opnað sýningu í Listagjánni á Selfossi. Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafnsins og stendur til 16. september. 

Sjá nánar
 

27.7.2024 10:00 - 16:00 Sumarmarkaður á Selfossi 2024

Í sumar, alla laugardaga, verður haldinn útimarkaður í Tryggvagarði á Selfossi frá kl. 10:00 til 16:00.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica