Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Alþingiskosningar 2024

  • 30.11.2024, 9:00 - 22:00, Sveitarfélagið Árborg

Auglýsing um kjörfund vegna alþingiskosninga 30. nóvember 2024 í Sveitarfélaginu Árborg.

Kjörfundur vegna alþingiskosninga í Sveitarfélaginu Árborg verður haldinn laugardaginn 30. nóvember 2024

Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00

  • Kosið er í sjö kjördeildum
  • Skipt er í kjördeildir eftir lögheimili þann 29. október 2024
  • Stysta aðkoma á kjörstað í Vallaskóla er um inngang frá Engjavegi

Kjörstaður í Vallaskóla, Sólvöllum 2, Selfossi (kjördeildir 1-5)

Vallaskoli-2024-thingkosningar

Kjördeild 1

  • Kjósendur með lögheimili við götur á Selfossi sem byrja á bókstöfunum A - Á og V – Þ
  • Íslendingar búsettir erlendis

Kjördeild 2

  • Kjósendur með lögheimili við götur á Selfossi sem byrja á bókstöfunum B – E auk Fossvegs og Háengis

Kjördeild 3

  • Kjósendur með lögheimili við götur á Selfossi sem byrja á bókstöfunum F – J en ekki við Fossveg og Háengi

Kjördeild 4

  • Kjósendur með lögheimili við götur á Selfossi sem byrja á bókstöfunum K - R

Kjördeild 5

  • Kjósendur með lögheimili við götur á Selfossi sem byrja á bókstöfunum S – Ú, í húsum á Selfossi sem hafa ekki götuheiti og með ótilgreint lögheimili í sveitarfélaginu

Kjörstaður í grunnskólanum á Stokkseyri, Stjörnusteinum 2 (kjördeild 6)

BES-2024_1_1732625678422

Kjördeild 6

  • Kjósendur með lögheimili á Stokkseyri, í dreifbýli við Stokkseyri og í póstnúmeri 801, en ekki í Tjarnabyggð

Kjörstaður í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka, Búðarstíg 7 (kjördeild 7)

Stadur-2024_1732625678354

Kjördeild 7

  • Kjósendur með lögheimili á Eyrarbakka, í dreifbýli við Eyrarbakka og í Tjarnabyggð

Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá og í hvaða kjördeild á vefslóðinni kosning.is

Kjósendum er skylt að framvísa persónuskilríkjum með mynd á kjörstað

Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördegi verður í Vallaskóla, Sólvöllum 2, Selfossi, sími: 480 5806
Selfossi, 20. nóvember 2024

Yfirkjörstjórn Sveitarfélagsins Árborgar
Ingimundur Sigurmundsson
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir
Steinunn Erla Kolbeinsdóttir

Arborg-Blatt-STORT-Texti-til-hlidar-2362pix_1677665101135


Viðburðadagatal

3.5.2025 - 4.5.2025 14:00 - 17:00 Uppsprettur | Myndlistarsýning

MÝKÓ listakonur verða með sýningu af verkum sínum í varðveisluhúsi Byggðasafns Árnessinga að Búðarstíg 22, Eyrarbakka.

Sjá nánar
 

7.5.2025 20:00 - 21:00 Skálinn Strandahlaup 2025

Strandarhlaup Ungmennafélags Stokkseyrar við Skálann verður haldið fjóra miðvikudaga í röð.

Sjá nánar
 

14.5.2025 20:00 - 21:00 Skálinn Strandahlaup 2025

Strandarhlaup Ungmennafélags Stokkseyrar við Skálann verður haldið fjóra miðvikudaga í röð.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica