Aukin samvera fjölskyldunnar
Forvarnarteymi Árborgar býður íbúum sveitarfélagsins upp á fræðandi fyrirlestur frá Theodór Francis Birgissyni, klínískum félagsráðgjafa. Erindið verður flutt gegnum Teams.
Theodór mun fjalla um fjölskyldulífið og mikilvægi samverustunda en í aðdraganda jóla er gott að minna sig á að aukin samvera barna með foreldrum sínum hefur eitt besta forvarnargildið. Fyrirlesturinn er um það bil 45 mínútur.
Theodór Francis Birgisson er klínískur félagsráðgjafi og annar eigandi Lausnarinnar fjölskyldu- og áfallamiðstöðvar.
Fræðslan fer fram á TEAMS þann 30. nóvember klukkan 20:30 og er opin öllum
Linkinn á viðburðinn má finna hér
Tengillinn á viðburðinn á Facebook | Aukin samvera fjölskyldunnar