Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Aukin samvera fjölskyldunnar

  • 30.11.2021, 20:30 - 21:30, Vefviðburður

Forvarnarteymi Árborgar býður íbúum sveitarfélagsins upp á fræðandi fyrirlestur frá Theodór Francis Birgissyni, klínískum félagsráðgjafa. Erindið verður flutt gegnum Teams.

Theodór mun fjalla um fjölskyldulífið og mikilvægi samverustunda en í aðdraganda jóla er gott að minna sig á að aukin samvera barna með foreldrum sínum hefur eitt besta forvarnargildið. Fyrirlesturinn er um það bil 45 mínútur.

Theodór Francis Birgisson er klínískur félagsráðgjafi og annar eigandi Lausnarinnar fjölskyldu- og áfallamiðstöðvar.

Fræðslan fer fram á TEAMS þann 30. nóvember klukkan 20:30 og er opin öllum 

Linkinn á viðburðinn má finna hér

Tengillinn á viðburðinn á Facebook |  Aukin samvera fjölskyldunnar


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 Hallskot Jólaævintýri í Hallskoti

Þann 6. desember, klukkan 17:00, breytist Hallskot í lifandi jólaævintýraheim þar sem börn og fjölskyldur fá að upplifa töfrandi ferðalag í gegnum upplýstan skóg.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica