Batamerki | Listagjáin
Jóna Björk Jónsdóttir sýnir akrílmálverk í Listagjánni frá 18. nóvember til 15. desember.
Sýning Jónu Bjarkar ber heitið Batamerki og er safn akrílmálverka sem unnin eru í viðleitni til þess að ná aftur upp lífsgleði í skugga þunglyndis.
Sýningin er opin á sama tíma og Bókasafn Árborgar, Selfossi frá kl. 9 - 18 alla virka daga og kl. 10 - 14 á laugardögum.
Verið öll hjartanlega velkomin